Forysta flokksins hafði fullan skilning á afstöðu fulltrúaráðs til oddvita flokksins í Suðurkjördæmi

22.Júlí'18 | 10:06
falkinn_baerinn

Mynd/samsett.

Þann 13. júní sl. var samþykkt bókun á aukaaðalfundi sjálfstæðisfélaganna í Eyjum. 

Í þeirri bókun sagði m.a: ,,Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin.”

Er þarna átt við Pál Magnússon, fyrsta þingmann Suðurkjördæmis og var í sömu bókun lýst yfir vantrausti á þingmanninn. Eyjar.net setti sig í samband við Jarl Sigurgeirsson, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna málsins og spurði hann hvort búið væri að funda með forystu flokksins vegna málsins.

„Við fengum formann, varaformann og ritara flokksins á fund fulltrúaráðs um daginn. Þar skýrðum við forystunni frá því hvað lægi að baki ályktun fulltrúaráðs og forysta flokksins skýrði okkur frá þeirra sýn á málin. Fundurinn var fjölmennur, upplýsandi og góður.

Forysta flokksins hafði fullan skilning á afstöðu fulltrúaráðs til oddvita flokksins í Suðurkjördæmi eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar. Varðandi niðurstöðu eða aðgerðir í því máli þá var fundurinn ekki ætlaður til slíks heldur til upplýsinga fyrir forystu og fulltrúaráð. Að því leyti skilaði fundurinn öllu því sem að var stefnt.” sagir Jarl.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.