Skipsflak Maud í Vestmannaeyjahöfn

20.Júlí'18 | 10:19
20180720_082240

Maud í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmyndir/TMS

Í morgun kom til hafnar í Eyjum norski dráttarbáturinn Tandberg Polar með í tog skipsflak Maud. Verið er að ferja skipið til Osló í Noregi, en vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að koma til hafnar í Eyjum og bíða veðrið af sér. 

Áhafnarmeðlimur sagði í samtali við Eyjar.net að til standi að halda för áfram á morgun. Búast þeir við að koma til hafnar í Osló 17-18 ágúst nk.

Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen sigldi skipi sínu Maud að Norður-Íshafi fyrir rúmlega 100 árum. Það var vígt árið 1917, skömmu áður en hann hélt í annan rannsóknarleiðangur sinn norður á bóginn. Ferðinni var heitið um norðausturleiðina svokölluðu, siglingaleið milli Atlantshafs og Kyrrahafs, þar sem stærstur hluti leiðarinnar er um ísilagt Norðuríshafið. 

Leiðangrinum lauk árið 1924, skipið Maud dagaði uppi í Alaska og var selt ári síðar sem hluti af þrotabúi Amundsens. Þá var Maud nýtt sem flutningaskip eftir norðurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Í kjölfarið nýttist Maud sem geymslurými auk þess að hýsa útvarpsstöð þar til hún sökk árið 1930 við norðurströnd Kanada, að því er segir í fréttaskýringu Rúv.is.

Lítið spurðist til Maud næstu 85 árin meðan hún marði á hafsbotni, en árið 2016 var tekin ákvörðun um að draga skipið á flot og koma því aftur heim í höfn. 

Fleiri myndir frá í morgun má sjá hér að neðan.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.