Helgi Tórzhamar gefur út nýtt lag

„Ég lifi”

20.Júlí'18 | 07:26

Helgi Rasmussen Tórzhamar er búinn að gefa út nýtt lag. Ritstjóri Eyjar.net hitti Helga í vikunni og ræddi við hann um lagið, lífið og það sem framundan er í tónlistinni hjá honum.

Helgi flutti frá Færeyjum til Eyja 7 ára gamall árið 1978. ,,Upplifun mín á Heimaey var allt önnur þá en hún er í dag. Mér fannst  Heimaey vera mjög dularfull, myrk  og ljót en í dag finnst mér hún vera ein mesta og fallegstu nátturuperla sem skaparinn hefur gefið okkur.” segir Helgi og bætir við:

,,Þegar ég flutti hingað var eyjan ennþá í uppbyggingu eftir gosið og það rauk ennþá úr hraunin og aska ennþá víða um eyjuna. Fyrir ungan strák sem hafði alist upp í fegurð Færeyja var þetta mjög skrítin en um leið spennandi veröld. Ég lærði fljót að aðlagast og eignaðist strax mjög góða vini. En tungumálið var fyrst að vefjast fyrir mér og mér gekk ekki vel í skólanum enda með bullandi athyglisbrest og ofvirkni.  En sem betur fer er tekið öðruvísi á slíku i dag.”

 

Hugmyndin kviknaði í Brandinum

Er Helgi er spurður út í lagið segir hann lagið sjálft hafi hann átt til í skúffunni. ,,Ég samið það og þessa melódíu rétt eftir að ég útskrifaðist á Hlaðgerðarkoti 15 mai 2012. en aldrei var neinn texti til við lagið.

En hugmyndin á textanum og myndbandinu kom þegar ég var staddur á Brandinum síðastliðið sumar. Ég hafði verið fengin í drónaverkefni og ljósmyndum af vini mínum Gísla Stefánssyni.”

Í sömu ferð voru fullt af Vestmannaeyingum ásamt Karlakór Vestmanneyja og þar á meðal voru Ólafur Týr Guðjónsson og Hvati (Sighvatur Jónsson) sem báðir áttu eftir að leggja hönd á plóg við verkefnið ásamt Gísla. Helga óraði þó ekki fyrir því þá að svo yrði.

,,Eins og ég segi þá var ég staddur á hæsta punkti í Brandinum og sólin að setjast og himininn eldrauður. Eitt fallegast sólsetur sem ég hef augun litið. Mér við hlið var einmitt Óli Týr og kona hans Jóhanna og við vorum að virða fegurðina fyrir okkur og dásama hana. Útfrá þessari upplifun urðu til tvær hugmyndir. Önnur þeirra var þessi en hina vil ég ekki ræða hér þar sem hún er ennþá í vinnslu.” segir Helgi.

Hann segir enn fremur að það sem þessi nátturufegurð okkar hefur að geyma er litadýrðin. ,,Engin dagur er hér eins lítina í nátturunni hér. Sjáðu t.d Heimaklett, þú horfir á hann og birtan breytir litum hans mörgum sinnum á dag. Sama ef þú ferð uppá Eldfell og horfir niður eftir því. Það eru aldrei sömu litirnir.”

Helgi segist hafa áttað sig á þessu þegar hann eignaðist dróna og fór að fljúga honum yfir eyjuna fögru og úteyjarnar.

 

Veðrið tafði fyrir útgáfu

Aðspurður segir Helgi fjórir mánuði hafi farið í vinnu við lagið, frá því hann byrjaði að vinna í því þar til að það varð klárt.

,,Ég byrjaði að vinna að beinagrind lagsins lok mars. Erfiðasta við myndbandið var að fara yfir margra klukkutíma efni sem ég hef tekið af Heimaey og úteyjum. Ég flokkaði þetta hvað mér fannst best og svo skar ég niður eftir því.

Það var mjög erfitt að skera niður og ákveða hvað ætti að enda á myndbandinu. Tökurnar af Söru gengu ekki áfallalaust fyrir sig. Þetta er búið að vera skelfilega leiðinlegt sumar varðandi veðurfar. Endlaus rigning. Aldrei sól en sól er það sem við þurftum.” segir Helgi.

,,Við fylgdumst með veðrinu dag eftir dag en aldrei kom sól. Nema tvo daga koma sólin í smá stund og við hlupum til til að grípa tækifærið. Ég varð svo að nota bara þær fáu tökur af henni sem náðust í myndbandið.”

 

Tók til í lífi sínu

Helgi hefur lagt metnað í góð myndbönd með lögunum sem hann hefur gefið út. Er Helgi er spurður út í hvernig áhugi hans kviknaði áhugi á ljósmyndun segir hann að bæði ljósmynda og kvikmynda áhugi hans hafi ávalt verið til staðar en kveiknaði ekki með þessum hætti sem hann er í dag fyrr en hann ákvað að hætta drekka 2012.

,,Ég átti við áfengisvandamál að stríða í mjög langan tíma og var það alltaf að þvælast fyrir mér að ég gæti sinnt því sem ég hefði áhuga á. Það er eins og eitthvað hafi losnað úr læðingi þegar ég hætti að drekka og tók til í mínu lífi því þá vaknaði í mér mikil ævintýra mennska. Ég hef bæði myndað og tekið myndbönd af Heimaey og úteyjum í bak og fyrir , hoppað og skoppað um alla hóla og fjöll eins og skoppara kringla.

Þar kemur ofvirknin vel í ljós, Eiginkona mín segir stundum við mig að hún verði þreytt á því bara eitt að horfa  á mig. Svo hef ég verið svo heppinn að eiga góða að og kynnst ótal af góðu fólki sem hefur tekið þessari ofvirkni minni vel og þá sérstaklega úteyjar-peyjarnir. Þeir hafa leyft mér að koma með í ferðir þegar þeir hafa verið að fara út í eyju. Ég er ekki búinn með allar úteyjarnar en það stendur til að taka allar.”

 

Ég lifi og þér munuð lifa

En aftur að laginu. Aðspurður um aðkomu fleiri að laginu segir Helgi að svona verkefni geri maður svo sannarlega ekki einn.

,,Ég ætla því að byrja á byrjunin við þessari spurningu. Þegar ég var að líma lagið saman skrifaði ég niður stikk orð sem ég vildi nota í textann. Titillinn sjálfur átti að vera Paradís en mér fannst hann ekki eiga við þó svo margir kalli Heimaey paradís. Eg staldraði við Kirkjugarðshliðið einn daginn og þá kom það til mín. Ég lifi og þér munuð lifa stendur á boganum og út frá þessu fóru öll hjól að rúlla. Einnig er líka svo sterkt í huga mér ljósmyndin af boganum í eldgosinu 1973 þegar ég fór að vinna að grunni textans. Ég hef svo samdband við Óla Tý  og segi honum lauslega frá laginu og spyr hann hvort hann gæti hjálpað mér með yrkisefnis sem hann aðsjállfsögðu gerði.

Ég sendi honum bara grunn hugmynd af laginu og texta sem ég hafði sett saman. Hann leysti þetta mjög vel. Þar næst hef ég samband við Söru og segi henni frá laginu og hún sló til . Frá því við Sara hittumst fyrst og slógum fyrsta tóninn í grunni lagsins heyrði ég strax að þarna var eitthvað. Því næst talaði ég við Gísla Stef vin minn og sagði honum einnig frá því sem ég var að spá. Hann tók strax vel í þetta. Við Gísli höfum ávalt unnið vel saman. Ég lét útsetningu lagsins svolítið í hans hendur. Útsetning er svoliítið byggt á röddina hennar Söru hvernig hún hljómar og hvaða karakter hún á að geyma.” segir lagahöfundurinn og bætir við:

,,Gísli gerði þetta með prýði og gaf laginu góð áhrif. Hann sá einnig um upptökur lagsins, spilaði píanó, synta og útsetti brassið í laginu. Einnig spilaði hann á rafgítarinn í laginu. Þegar maður hefur mann eins og Gísla á gítar í laginu sínu þá lætur maður sig nægja að strömma kassagítarinn sjálfur. Birkir Ingason vinur minn og fyrrverandi hljómsveitar meðlimur í AFREK spilaði á trommurnar og ástsælasti rakari Vestmannaeyja Viktor Ragnarson plokkaði bassann. Hörður Þór Harðarson hjálpaði mér við loka klippingu myndbandsins og var duglegur að koma með athugasemdir. Lokavinnsla myndbandsins var í höndum Sighvats Jónssonar. Hvati hefur eiginlega verið sá sem hefur hjálpað mér mest í þessu kvikmyndaáhuga mínum. “

 

Þetta gjöf frá mér til ykkar. Njótið

Er Helgi er spurður út í framhaldið segir hann að á næsta ári séu 100 ár frá fæðingu ömmu hans og er hann byrjaður að vinna að plötu með lögum sem hann hefur samið við ljóðin sem hún skyldi eftir sig.

,,Og svo er það lofgjörðar músikin. Ég hef verið duglegur að koma henni frá mér, og svo eru alskonar hugmyndir sem ég á eftir að ná utan um.”

Helgi vill að sjálfsögðu þakka öllum þeim sem komu að þessu. ,,Án þeirra hefði þetta aldrei orðið að veruleika. Svo á ég svo yndislega eiginkonu og dætur sem hafa stutt mig í þessu og svo er það frelsarinn minn sem gaf mér nýtt líf án hans væri ég ekki á þessum stað í dag. Ég ætla að enda þetta með línu sem ég fæ að láni frá ákveðni manneskju. Þetta gjöf frá mér til ykkar. Njótið.”

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).