Fjölmörg mál á borði umhverfis- og skipulagsráðs

19.Júlí'18 | 08:26
vigtartorg

Meðal mála sem tekið var fyrir var erindi The Brothers Brewery um byggingareit á Vigtartorginu. Mynd/TMS

Það voru fjölmörg mál á borði umhverfis- og skipulagsnefndar Vestmannaeyjabæjar nú í vikunni. Meðal erinda voru stöðuleyfi og girðingauppsetning við Hásteinsvöll. Þá var ósk um byggingarreit á Vigtartorgi fyrir bjórverksmiðju.

Fundargerð ráðsins í heild sinni:
 
1. Vesturvegur 25. Umsókn um byggingarleyfi - 201806040
Lögð fram breytingartillaga skipulagsráðgjafa Alta ehf. dags. 16. júlí 2018, þar sem fram kemur að lóðin er á deiliskipulögðu svæði. Breytingartillaga fjallar um ósk lóðarhafa um heimild til að breyta byggingarskilmálum lóðar og byggja á lóðinni tveggja íbúða hús á þremur hæðum. Samanlagður gólfflötur er áætlaður liðlega 260 m2 og nýtingarhlutfall 0,9. Hámarkshæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 9,5 m. Miðað er við eitt bílastæði á íbúð innan lóðar. Uppdrættir eru í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringamyndum.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
2. Strandvegur 104. Umsókn um byggingarleyfi í Botni Friðarhafnar. - 201807084
Bragi Magnússon fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir um 4000 m2 atvinnuhúsnæði í botni Friðarhafnar sbr. innsend gögn. Í samræmi við deiliskipulag lóðar sækir lóðarhafi um leyfi fyrir að byggjga fiskvinnsluhúsnæði ásamt frystigeymslu. Hæð frystigeymslu er 15 m. og hæð annarra byggingarhluta er undir 10 m. Nýtingarhlutfall er 1,0.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
3. Goðahraun 4. Umsókn um byggingarleyfi - 201807077
Ólafur Tage Bjarnason fh. lóðarhafa sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. innsend gögn. Húsið sem er timburhús á einni hæð er um 200 m2 og nýtingarhlutfall er 0,24.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
 
4. Heiðarvegur 6. Umsókn um stækkun lóðar. - 201807083
Tekið fyrir erindi lóðarhafa Heiðarvegi 6. Grétar Þórarinsson sækir um stækkun lóðar sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við umsókn um lóðarstækkun þar sem lóðarskiki við Vesturveg 38 er hluti af flóttaleið Tónlistarskólans.
 
 
 
5. Nýjabæjarbraut 5-7. Umsókn um lóð - 201807078
Gunnar Rafn Ágústsson og Thelma Ósk Sigurjónsdóttir sækja um lóð fyrir einbýlishús við Nýjabæjarbraut.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að skoða frekari útfærslur á lóðaskipan á umræddu svæði.
 
 
 
6. Stóragerði 6. Umsókn um byggingarleyfi - 201807087
Guðjón Þórarinn Jónsson sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum og stækkun á bílgeymslu sbr. innsend gögn. Fyrir liggur samþykki eigenda Stóragerði 8.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
7. Garðavegur 14. Umsókn um byggingarleyfi - 201807096
Sigurjón Birgisson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir að reisa þak yfir atvinnuhúsnæði Garðavegi 14 sbr. teikningar Eflu verkfræðistofu. Fyrir liggur samþykki meðeigenda.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt með fyrirvara um samþykki húseigenda Hlíðarvegi 5. Ráðið felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
 
 
 
8. Kirkjuvegur 10A. Umsókn um byggingarleyfi - 201807040
Tekið fyrir erindi húseigenda. Svanhildur Gísladóttir sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum í rými F2184366 og gluggabreytingum á austurhlið jarðhæðar sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
9. Vestmannabraut 56B. Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám. - 201807014
Jón Ólafur Ólafsson sækir um 12 mánaða stöðuleyfi fyrir gám austan við íbúðarhús.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
10. Girðing norðan megin við Hásteinsvöll - 201807041
ÍBV-íþróttafélag óskar eftir heimild til að setja varanlegar girðingar norðan megin við Hásteinsvöll skv. innsendu bréfi.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
11. Kleifar 2. Girðingar. - 201807089
Þorsteinn Óli Sigurðsson f.h. Vinnslustöðvarinnar og Ísfells sækir um leyfi fyrir vegg í lóðarmörkum til norðurs sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
12. Samþykkt um götu-og torgsölu í Vestmannaeyjum - 201404085
Tekin fyrir tillaga um stækkun á svæði fyrir stöðuleyfi söluskúra sbr. afstöðumynd umhverfis-og framkævmdasviðs dags. 14.5.2018.
Fyrir liggur bókun Framkvæmda- og hafnarráðs frá 17 maí sl.
 
Niðurstaða
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að gera breytingar á Samþykkt um götu- og torgsölu í samræmi við framlögð gögn.
 
 
 
13. Vigtartorg. Ósk um byggingarreit. - 201807039
Tekið fyrir bréf til Umhverfis og Skipulagsráðs. Jóhann Guðmundsson fh. The Brothers Brewery ehf. óskar eftir byggingarreit á Vigtartorgi fyrir starfssemi fyrirtækins sbr. innsend gögn.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu.
 
 
 
14. Illugagata 10. Umsókn um byggingarleyfi - 201806127
Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson sækir um leyfi fyrir að stækka við bílgeymslu til austurs sbr. innsend gögn.
Fyrir liggur samþykki eigenda fasteigna F2321294 og F2184239.
 
Niðurstaða
Erindi samþykkt.
 
 
 
15. Áshamar - fyrirspurn um raðhúsalóðir. - 201802073
Tekið fyrir að nýju. Júlíus Hallgrímsson óskar eftir lóðum sunnan við Áshamar 1 þar sem fyrirhugað er að byggja tvö 6-íbúða raðhús.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar afgreiðslu málsins og felur formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.
 
 
 
16. Alþýðuhúsið, umsókn um stöðuleyfi og afnot af bílastæðum. - 201807108
Tekið fyrir erindi húseigenda. Sótt er um stöðuleyfi fyrir bjórsölugám á bílastæði norðan við Alþýðuhúsið og afnot af svæði utan lóðar í tengslum við skemmtanahald dagana 2-6 ágúst 2018.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu og heimilar ekki afnot af opnu svæði og bílastæðum utan lóðarmarka umsækjanda.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.