Barnaverndarvaktir á Þjóðhátíð
Börn undir 18 ára aldri eru ólögráða og á ábyrgð foreldra
18.Júlí'18 | 05:06Fjölskyldu- og tómstundaráð beinir því til foreldra og forráðamanna að börn undir 18 ára aldri eru ólögráða og á ábyrgð foreldra. Þetta gildir einnig um gestkomandi börn, þau þurfa að vera á ábyrgð fullorðinna einstaklinga.
Barnaverndarbakvaktir verða, líkt og síðastliðin ár á Þjóðhátíð, starfræktar frá fimmtudagskvöldi til mánudagskvölds. Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs munu sinna bakvöktunum. Jafnframt samþykkir ráðið að semja við aðila um greiðslur fyrir að vera til taks til að veita börnum móttöku í bráðatilvikum ef þörf krefur, að því er segir í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.