„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE

18.Júlí'18 | 18:55
kap_vsv

Kap VE landar um 250 tonnum af makríl. Ljósmynd/TMS

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn. Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. 

Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu.

„Makríllinn er mjög fínn og fallegur fiskur með smávægilegri átu og veiðist suður af Vestmannaeyjum. Þetta lítur mjög vel út. Smávægilegir hnökrar voru í framleiðsluferlinu fyrstu klukkutímana á föstudaginn, sem eðlilegt er í upphafi. Nú gengur allt liðlega, eins og vera ber,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni, í samtali við heimasíðu fyrirtækisins, vsv.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%