Vilja afnema vísitöluhækkanir leikskólagjalda

17.Júlí'18 | 08:51
IMG_2495

Ljósmynd/TMS

Umræður voru á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar um gjaldskrá leikskóla bæjarins. Á fundinum lagði meirihlutinn fram tillögu þess efnis að gjaldskrá leikskóla verði aftengd vísitölu. Bókað var um málið bæði af meiri- og minnihluta ráðsins.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af meirihluta:

"Undirrituð leggja til að vísa tillögu til bæjarráðs um að gjaldskrá leikskóla verði aftengd vísitöluhækkunum. Þess í stað verði framkvæmdastjóra sviðsins falið að yfirfara gjaldskrá í september ár hvert og koma þannig mögulegum breytingum inn í fjárhagsáætlanagerð hvers árs. Leita skal allra leiða og tryggja að leikskólagjöld í Vestmannaeyjum fyrir 8 tíma vistun með fullu fæði verði ofan við miðju í samanburði við önnur sveitarfélög."

Bókunin var samþykkt með 3 atkvæðum en 2 sátu hjá. 

Eftirfarandi bókun kom frá fulltrúum D-lista:

"Við fögnum umræðu um leikskólagjöld og teljum hana mikilvæga. Við hörmum vinnulag meirihluta að koma inn erindi sem ekki var sett á dagskrá fundar. Við óskum því eftir að erindinu sé frestað til næsta fundar svo við getum kynnt okkur málið og komið betur undirbúin."

 

Eyjar.net setti sig í samband við framkvæmdastjóra sviðsins vegna málsins og óskaði eftir gögnum um málið. Þar kemur fram í fundarboði að ræða ætti leikskólagjöld á fundinum. Þá fylgdi fundarboðinu samanburðartöflur á leikskólagjöldum sveitarfélaga. Frekari gögn um málið voru svo kynnt af framkvæmdastjóra á fundinum.

     

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.