Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:

Nú er dauðafæri

16.Júlí'18 | 06:42
ferdamenn_her

Ferðamannatímabilið er ekki langt í Eyjum. Mikilvægt er að hámarka flutningsgetuna á þeim tíma. Ljósmynd/TMS

Í haust er gert ráð fyrir að ný Vestmannaeyjaferja komi til landsins og fari í kjölfarið að þjónusta okkur Eyjamenn og þá gesti sem sækja okkur heim.

Vitað er að hið nýja skip verður lengur á leiðinni milli lands og Eyja. Talað er um 40-45 mínútur milli Landeyjahafnar og Eyja. Þá má búast við að skipið verði á fjórða klukkutíma að sigla á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.

Þá er einnig búist við að frátafir nýrrar ferju í Landeyjahöfn verði á þriðja mánuð á ári. Vitað er að aðbúnaður farþega verður verri á lengri siglingaleiðinni, þ.e til Þorlákshafnar. Klefar efst í skipinu og til stendur að hafa einn stóran hópklefa.

Í ljósi alls þess sem að ofan er talið auk þess sem ætíð fylgir nýjum skipum einhver óvissa, leggur undirritaður til eftirfarandi hugmynd. Förum þess á leit við samgönguyfirvöld að núverandi ferja verði notuð (ATH – ekki bara til taks) til siglinga á móti nýju ferjunni í siglingum til Landeyjahafnar.

Sem dæmi þá má setja upp þær sex til sjö ferðir nýrrar ferju (fer eftir hve langan hleðslutíma hún þarf). Núverandi ferja gæti þessu til viðbótar siglt tvær ferðir fyrri part dags og tvær ferðir síðdegis. En það er mesti álagstíminn. Svona fyrirkomulag gæti ég séð fyrir mér reynt frá í byrjun maí fram í miðjan september.

Núverandi ferju mætti þá einnig nýta áfram í siglingum á veturnar til Þorlákshafnar, reynist sú nýja ekki nægjanlega góð á þeirri leið. Stóra málið hlýtur þó enn að vera að finna lausnir á vanda Landeyjahafnar svo minnka megi frátafirnar þar verulega. Það mál er því miður enn á byrjunarreit.

Samhliða þessu eru hugmyndir manna að opna þjónustumiðstöð uppi við þjóðveg, sem vekja á athygli á Vestmannaeyjum og hvað við höfum uppá að bjóða. Slík stöð er að mínu viti óþörf ef að við höfum ekki nægt framboð fyrir farþega- og bílaflutninga með ferjunni. Ferðamenn eru til að mynda ekki tilbúnir að bíða í nokkra klukkutíma eftir fari með ferjunni. Þjónustumiðstöð sem þessi er hins vegar mikilvæg fyrir okkur ef að ofangreind hugmynd nær fram að ganga.

Nú er dauðafæri fyrir okkur til að stórbæta samgöngur á milli lands og Eyja yfir sumartímann. Það gerist ekki nema að við höfum tvær ferjur til að sigla á móti hvor annari. Gerum þessa tilraun og tryggjum að við missum ekki af þessu dauðafæri!

Ný bæjarstjórn – yfir til ykkar.

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.