Makrílvertíðin að komast á fullt

16.Júlí'18 | 15:07
landad_ur_sigurdi

Landað upp úr Sigurði VE. Ljósmynd/TMS

Makrílvertíðin er að komast á skrið og er verið að landa bæði hjá Ísfélagi og Vinnslustöðinni í dag. Skipin eru að fá makrílinn suður af Vestmannaeyjum.

 „Þetta fór ágætlega af stað og er makríllinn rúm 400 gr meðalvigt.” sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu í samtali við Eyjar.net.

Aðspurður segir Eyþór að Ísfélagsskipin hafi byrjað um helgina hér suður af Eyjum og fengu Sigurður og Heimaey ca. 500 m3 hvor. Álsey er á miðunum.

Þá var verið að landa í morgun uppúr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU öðru sinni á skömmum tíma hjá Vinnslustöðinni. Ísleifur VE var einnig með töluverðan afla líkt og sjá má á myndinni hér að neðan.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.