Dagbók lögreglunnar:
Eitt umferðaróhapp í vikunni
14.Júlí'18 | 00:52Að morgni 11. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Hlíðarvegar en þarna hafði bifreið sem ekið var norður Hlíðarveg verið ekið á bifreið sem ekið var vestur Strandveg með fyrirhugaða akstursstefnu suður Hlíðarveg.
Ökumaðurinn sem olli óhappinu er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja við aksturinn. Engin slys urðu á fólki og lítið tjón varð á bifreiðunum, að því er segir í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Þá kemur fram að alls liggi fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og má þar m.a. nefna of hraðan akstur og ólöglega lagningu ökutækja.
Tags
Lögreglan
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is