Yfirlýsing frá þjóðhátíðarnefnd:

Gjaldfærslur verða bakfærðar í dag

13.Júlí'18 | 13:34

Súlurnar settar upp í Herjólfsdal.

Við umsóknir um lóðir fyrir hvít tjöld í dalnum urðu þau leiðu mistök að tekið var út af kortareikningum umsækjanda. Þeir sem lentu í því að gjaldfært var af kortum þeirra fyrir lóðum munu fá það bakfært inn á kortin sín eftir hádegi í dag og ný heimild verður tekin frá. 

SMS verður sent þessu til staðfestingar þ.e að búið sé að taka frá nýja heimild. Ekki þarf því að greiða fyrir lóðirnar um næstu mánaðarmót. Biðjum við þá sem lentu í þessu að fylgjast með kortayfirlitinu sínu á mánudaginn og láta okkur vita á netfangið info@dalurinn.is ef þetta hefur ekki gengið eftir.

Við vonumst til að nú verði þetta rétt gert hjá okkur og að eingöngu verði tekin frá heimild en ekki tekið út af kortunum eins og gerðist í vikunni. Þeir sem bóka lóðir núna í kerfinu munu ekki lenda í þessu þar sem búið er að lagfæra kerfið.

Við þökkum öllum þeim sem hafa haft samband við okkur vegna þessa máls, vonumst til að þetta muni ekki valda meiri óþægindum og biðjumst afsökunar á þessum mistökum, segir í yfirlýsingu frá Dóru Björk og Jónasi sem sæti eiga í þjóðhátíðarnefnd ÍBV.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.