Bæjarráð Vestmannaeyja:

Harma að ekki hafi tekist að lögfesta frumvarp um veiðigjald

11.Júlí'18 | 11:23
IMG_3304

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Umræða var á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald. Í bókun ráðsins segir að bæjarráð harmi að ekki hafi tekist fyrir þinglok í vor að lögfesta það frumvarp meirihluta Atvinnuveganefndar, sem m.a. fól í sér lækkun á veiðigjaldi. 

Þá segir í bókun ráðsins að óbreyttu stefni í stórfellda hækkun á veiðigjaldinu milli ára, á sama tíma og afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi hríðversnar. Þetta er í engu samræmi við þann áskilnað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að veiðigjöldin eigi að endurspegla afkomuna í greininni. 

Mikilvægt er að fyrrgreint frumvarp sem frestað var í vor komist aftur á dagskrá Alþingis strax í haust og verði að lögum sem allra fyrst. Það væri skref í rétta átt á meðan beðið er endurskoðunar á þessu óréttláta gjaldtökukerfi í heild sinni, segir enn fremur í bókun bæjarráðs sem fól bæjarstjóra að koma þessari ályktun á framfæri við alla alþingismenn.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.