Nýtt umsóknarfyrirkomulag um tjaldborgina í dalnum:

Gekk vel eftir smá hnökra í upphafi

11.Júlí'18 | 12:01

Mikil ásókn var í tjaldstæðin á fyrsta degi.

Í gær var opnað fyrir umsóknir um úthlutun á lóðum fyrir hvítu tjöldin á Þjóðhátíðina. Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar segir að umsóknarferlið hafi gengið vel eftir smá hnökra í upphafi. 

Margir að sækja um fyrir stærri tjöld

„Við vorum því miður ekki búin að koma upplysingunum nægilega vel frá okkur hvernig kerfið virkaði og olli það smá vindhviðu á samfélagsmiðlunum í gær. Við höfum mikið velt fyrir okkur hvernig við gætum komið í veg fyrir að fólk myndi sækja um margar lóðir fyrir eitt tjald og var eina leiðin sem við sáum til að komast hjá því að láta það kosta ef þú nýtir ekki stæðið.” segir Dóra Björk og bætir við:

„Við settum inn að lengdarmeterinn myndi kosta 15 þúsund ef viðskiptavinurinn myndir ekki nýta hann og fórum þá leið að taka frá heimild á kortum umsækjanda til að tryggja okkur greiðslur ef viðskiptavinurinn myndi hætta við. Við héldum að flestir þeir sem væru að sækja um væru að sækja um fyrir tjöld sem væru undir 3m og að þetta færi þá ekki oft yfir 45 þúsund, en kom í ljós að töluvert margir sem voru að sækja um fyrir stærri tjöld.”

Áttum ekki von á að tæplega helmingur myndi skrá sig inn á fyrstu klukkutímunum

Hún segir að einnig hafi komið í ljós í gær að hægt væri að nota debetkort í þetta og erum við að láta loka fyrir það. Þeir sem notuðu ekki kreditkort geta haft samband við okkur á skrifstofuna og við bakfærum það og eyðum bókuninni. Best er að senda okkur skilaboð á [email protected].

„Hvort þessi leið sem við fórum með heimildirnar sé besta leiðin veit ég ekki enn þá og mun það ekki skýrast fyrr en ferlinu lýkur hjá okkur. Við ákváðum að hafa skráningartímann tæpar tvær vikur og því er heimildin tekin frá hjá þeim sem skráðu sig í gær í rúmar þrjár vikur sem er töluvert langur tími. Við vildum gefa fólki góðan tíma í þetta ferli þar sem við erum að gera þetta í fyrsta skipi en áttum ekki von á að tæplega helmingur myndi skrá sig inn á fyrstu klukkutímunum. Vonandi ef við nýtum okkur þetta kerfi aftur á næsta ári getum við gert þetta nær Þjóðhátíð þannig að við séum ekki að taka frá heimild í svona langan tíma.” segir formaður þjóðhátíðarnefndar.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).