Þjóðhátíð:

Opnað fyrir úthlutun á lóðum fyrir hvítu tjöldin í dag

10.Júlí'18 | 06:35
IMG_1187

Í dag klukkan 10.00 opnar fyrir úthlutun á lóðum fyrir hvítu tjöldin. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Í dag klukkan 10.00 opnar fyrir úthlutun á lóðum fyrir hvítu tjöldin á Þjóðhátíðina. Eyjar.net ræddir við Dóru Björk Gunnarsdóttur, formann þjóðhátíðarnefndar um hvernig framkvæmdin á þessari nýjung skuli vera.

Aðspurð af hverju þessi leið hafi verið fyrir valinu segir hún að nefndin hafi fengið töluvert af ábendingum frá gestum hátíðarinnar undanfarin ár um að fólk vilji annað fyrirkomulag. Við auglýstum eftir hugmyndum af fyrirkomulagi í haust og komu nokkrar hugmyndir og er ein þeirra sú sem við notumst við.

„Á vefsíðunni www.dalurinn.is undir mínar pantanir (efst í horninu) verður hægt að sækja um. Þú þarft að vita breiddina á tjaldinu þínu og vera með kortaupplýsingar.” segir Dóra Björk.

Get ég sótt um að vera þriðja tjald í Sjómannasundi? Nei það er ekki hægt,  fólk sækir um götu og hvort það vilji vera hægra eða vinstra megin í henni, einnig er hægt að biðja um að fá að vera fremst í götu.

Er þetta þannig að fyrstur kemur fyrstur fær? Nei kerfið vinnur ekki þannig úr umsóknunum heldur verður úthlutunin tilviljunarkennd en auðvitað verður reynt að fólk fái það sem það biður um

Af hverju þarf að gefa upp kortaupplýsingar? Það kostar 15.000 per lengdarmeter að nýta ekki lóðina sem maður fær úthlutað. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að margir sæki um lóð fyrir sama tjaldið. Það kemur fram á síðunni hvað þið þurfið að borga mikið ef þið nýtið ekki lóðina en ef þið mætið með súlurnar ykkar í dalinn þá verður engin kostnaður við úthlutinina.

Hver úthlutar lóðunum? Forrit hannað af Magnúsi Gíslasyni sér um úthlutinina.

26. til 28. Júlí þarf að staðfesta úthlutunina, af hverju er það gert? Þetta er gert til að koma í veg fyrir að það verði eyður í götunum og einnig til að finna út hverjir þurfa að borga og hvejir ekki. Þessi staðfesting fer fram á síðunni www.dalurinn.is undir mínar pantanir þ.e. sama leið og farið var til að panta lóð.

Dóra Björk vill koma því á framfæri að þau í nefndinni vonist til að þetta fyrirkomulag muni ganga upp en gera sér grein fyrir að það geta orðið smá hnökrar á kerfinu fyrst um sinn. „Ef þið eruð með einhverjar spurningar þá endilega sendið okkur línu á info@dalurinn.is”.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.