Dæmd­ur fyr­ir ít­rekuð brot í Eyjum

10.Júlí'18 | 14:47
heradsdomur_sudurlands

Héraðsdómur Suðurlands.

Karl­maður var í síðustu viku dæmd­ur í 90 daga skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir ít­rekuð brot í Vest­manna­eyj­um. Var hann meðal ann­ars dæmd­ur fyr­ir líkams­árás gegn barni, hót­an­ir, vopna­b­urð og um­ferðalaga­brot. Gerði lög­regl­an upp­tæka öxi hjá mann­in­um og sveðju.

Maður­inn játaði brot sín ský­laust eins og þau voru sett fram í ákæru máls­ins. Þar seg­ir meðal ann­ars að hann hafi í janú­ar í fyrra veist að dreng og ýtt hon­um upp að flagg­stöng og tekið um háls hans. Þá veitti hann drengn­um eft­ir­för og skellti hon­um í rúðu í úti­dyra­h­urð versl­un­ar þannig að dreng­ur­inn fékk punkt­blæðingu og eymsli, að því er fram kemur í frétt mbl.is.

Þá segir í fréttinni að maður­inn hafi einnig verið fund­inn sek­ur um að hafa ógnað og hótað að drepa ann­an mann og var þá vopnaður stórri heima­til­bú­inni sveðju. Þegar lög­regla gerði leit á heim­ili manns­ins sama dag fannst sveðjan og öxi sem voru gerð upp­tæk.

Þá var maður­inn fund­inn sek­ur um fjölda um­ferðalaga­brota, allt frá því aka gegn akst­urs­stefnu og yfir í að nota ekki ör­ygg­is­belti eða nota farsíma án hand­frjáls búnaðar.

 

Mbl.is

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.