U-20 kvenna:

Sandra með sex mörk gegn Síle

8.Júlí'18 | 21:58
Sandra_Erlingsd

Sandra Erl­ings­dótt­ir

Sandra Erl­ings­dótt­ir heldur áfram að raða inn mörkum fyrir íslenska U-20 ára landsliðið. Hún skoraði sex mörk er Ísland marði sigur á Síle í lokaleiknum í riðlakeppni HM í Ungverjalandi. Leikurinn var í járnum frá upphafi en staðan í hálfleik var 11 - 11. Lokatölur voru 23 - 22.
 

Liðið hlaut 7 stig í riðlinum af 10 mögulegum og lenti í 3.sæti. Í 16-liða úrslitum mætir Ísland annaðhvort gestgjöfum Ungverja eða Noregi, en þau mætast í úrslitaleik í sínum riðli nú í kvöld.  

Mörk Íslands: Lovísa Thomp­son 7, Sandra Erl­ings­dótt­ir 6, Berta Rut Harðardótt­ir 3, Andrea Jacobsen 3, Elva Ar­in­bjarn­ar 2, Ragn­heiður Edda Þórðardótt­ir 1, Lena Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir 1.

Var­in skot: Heiðrún Dís Magnús­dótt­ir 11

Tags

ÍBV HSÍ

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is