U-20 ára landsliðið í handknattleik:

Eyjamenn skoruðu 6 mörk fyrir U-20

8.Júlí'18 | 23:27

U-20 ára landslið karla lék í kvöld annan æfingaleik sinn við heims- og Evrópumeistara Frakka. Fjórir Eyjamenn eru í landsliðshópnum og komust þrír þeirra á blað í markaskorun í kvöld. 

Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk, og þeir Ágúst Emil Grétarsson og Daníel Griffin gerðu sitt markið hvor. Frakkarnir sigruðu leikinn 30-20. 

Mörk Ísland skoruðu: Orri Þorkelsson 6, Elliði Snær Viðarsson 4, Sveinn Andri Sveinsson 2, Birgir Steinn Jónsson 2, Hannes Grimm 1, Ágúst Emil Grétarsson 1, Ásmundur Atlason 1, Daníel Griffin 1 og Pétur Árni Hauksson 1. 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.