Pepsi-deild karla:

ÍBV tekur á móti Breiðablik í dag

7.Júlí'18 | 05:07
Sindri_snaer_sgg

Ljósmynd/SGG

Seinni hluti Pepsí-deildarinnar hefst í Eyjum í dag. ÍBV vann sannfærandi sigur á Grindavíkingum í síðustu umferð og er nú kominn tími til að fylgja eftir sigri með sigri hjá Eyjamönnum. Leikurinn hefst á slaginu klukkan 16.00

Í tilknningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að grillvagninn verði á sínum stað og mikið húllumhæ allt í kringum völlinn. Gilli Hjartar mun frumsýna nýjustu róðarvélina úr Hressó í hálfleik og hver veit nema Georg mörgæs láti sjá sig og heilsi uppá Peppa Pepsidós sem verður að sjálfsögðu á svæðinu ásamt fríðu föruneyti frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.

Gerum góða helgi enn betri og styðjum strákana í að sækja þessi mikilvægu stig, algjör 6 stiga leikur fyrir okkar menn. Mætum og hvetjum til sigurs, sýnum liðinu alvöru stuðning á þessari stóru samkomu Vestmannaeyinga. 

 

Lau. 7. 7. 2018, Hásteinsvöllur kl.16:00, ÍBV - Breiðablik

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.