Goslokahátíð - dagskrá laugardags

7.Júlí'18 | 05:34
goslok_2016_cr

Ljósmynd/TMS

Það verður eitt og annað á boðstólnum á dagskrá Goslokahátíðar í dag, laugardag. Má þar nefna spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur, Heimaklettsgöngu, tónleika og margt fleira. Alla dagskrá dagsins má sjá hér:

LAUGARDAGUR 7. júlí
08.30 Golfklúbbur Vestmannaeyja Volcano Open – ræst út 8.30 og 13.30. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr.
11.00 Bryggjan Sagnheimum: Ráðhúströð Spjallstund með Guðrúnu Erlingsdóttur. Samtal kynslóða; upplifun af gosinu. Frásagnir og sögur. Á annarri hæð.
11.00-12.30 Nausthamarsbryggja Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri, boðið upp á sannkallaða fjölskylduveiðistund, glaðning og þátttökuverðlaun.
12.00 Heimaklettur: Þrælaeiði Heimaklettsganga með leiðsögn þriggja kynslóða. Þau Svavar Steingrímsson, Halla Svavarsdóttir og Sindri Ólafsson fara með hópinn upp á topp. Gott að mæta tímanlega og vel útbúin.
12.00-13.00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Söngvarinn Dagur Sig. og gítarleikarinn Fannar halda uppi fjörinu í sundlaugarpartýi í lauginni.
12.00-18.00 Skansinn: Vatnstankurinn Selma Ragnarsdóttir klæðskeri og kjólameistari setur upp sýningu sem er nokkurs konar gjörningur, Að elska að hata, og er með vísun í fjólubláa náttúru Vestmannaeyja. Athugið að verkin verða einungis til sýnis þennan dag, á þessum tíma.
13.30-15.30 Landsbankinn: Bárustígur Landsbankagleði. Fjölskylduhátíð Landsbankans, lifandi tónlist, hoppukastalar, blöðrur, grill, Skólahreystibraut og Sproti skemmtir gestum.
14.00-16.00 Sagnheimar: Ráðhúströð Það kom með kalda vatninu. 50 ár frá fyrstu vatnsleiðslunni til Eyja. Opið málþing, farið yfir söguna og þá byltingu sem koma vatnsins hafði og starfsemi fyrirtækja í Eyjum. Erindi, pallborð og stutt kvikmynd sýnd. Á annari hæð í safnahúsinu.
14.30 Zame Kró: Strandvegur 73A Léttar og skemmtilegar sögur úr gosinu og frá gosárunum, með þeim félögum Hallgrími Tryggvasyni og Halldóri Waagfjörð.
14.00-18.00 Vestmannabraut 69 Arnór Hermannsson og Helga Jónsdóttir opna sýningu á myndlist og mósaíkverkum. Lifandi tónlist.
14.30-17.00 Ráðhúströð Fornbílaklúbburinn sýnir nokkra vörubíla í tilefni þess að um öld er liðin frá komu fyrstu vörubílanna til Vestmannaeyja. Fróðleikur og spjall.
16.00 Hásteinsvöllur ÍBV - Breiðablik í Pepsideild karla. Áfram ÍBV!
18.00-19.00 Eldheimar: Gerðisbraut 10 Tónleikar með Silju Elsabet Brynjarsdóttur og Rúnari Kristni Rúnarssyni. Þau flytja nokkrar af perlum íslenskrar dægurlagatónlistar við undirleik píanósnillingsins Pálma Sigurhjartarsonar. Aðgangur ókeypis.
21.30 Pizza 67: Heiðarvegur 5 Trúbadorinn Pálmar Örn heldur uppi stemningunni. Sannkallað eyjafjör og tilboð í sal.
23.00 Slippurinn: Strandvegur 76 Útigrill og veitingasala á Skipasandi (á planinu bakvið Slippinn)
23.00-04.00 Prófasturinn: Heiðarvegur 3 DJ heldur uppi góðu stuði fram eftir nóttu. SUMARNÓTT Á SKIPASANDI 23.00-00.30 Snillingurinn Aron Can tekur öll sín bestu lög og hitar mannskapinn. Sigga og Grétar í Stjórninni ásamt hljóðfæraleik taka gesti í tímavél og rífa fjörið í gang. Mætum snemma! 00.30-03.30 Mikið stuð og lifandi tónlist á stóru útisviði, í króm og á Prófastinum. Brimnes, Dallas, Grænlendingarnir, KK bandið, Siggi Hlö ofl. spila!
SÝNINGARTÍMAR OG ENDURTEKNIR VIÐBURÐIR
Myndlist unga fólksins í miðbænum Ungir listamenn í fyrstu fjórum árgöngum Grunnskóla Vestmannaeyja halda saman listasýningu í ýmsum búðargluggum miðbæjarins og skreyta þannig umhverfið. Verkin voru unnin í vetur og fylgir hver árangur sínu þema. Listræn túlkun á gosinu og þeirra innlegg til menningararfsins. Verkin sýnileg alla vikuna.
Eymundsson: Bárustíg 2 Sunna Árnadóttir spákona spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gjaldi. Fimmtudag og föstudag frá 11.00-18.00, laugardag frá 11.00-16.00.
Einarsstofa: Sagnheimar Málverkasýning Gerðar G. Sigurðardóttur. Opin föstudag til sunnudags frá 10.00-17.00.
Eldheimar: Gerðisbraut 10 Hönnunar- og ljósmyndasýning Sigrúnar Einarsdóttur og Sigurgeirs Jónassonar. Opin föstudag og laugardag frá 16.30-18.00, sunnudag frá 11.00-18.00
Gamli Oddurinn: Strandvegur 45 Sýning Elísabetar Hrefnu Sigurjónsdóttur. Opin föstudag til sunnudags frá 14.00-18.00.
Kaffi Varmó: Strandvegur 51 Málverkasýning Töru Sólar Úranusardóttur. Opin á opnunartíma staðarins.
Listaskólinn: Vesturvegur 38 Sýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja. Opin föstudag og laugardag frá 14.00-18.00, sunnudag frá 14.00-16.00.
Taflfélagshúsið: Heiðarvegur 9A PopArt sýning fjölbreyttra listamanna. Opin laugardag og sunnudag frá 14.00-17.00. Verslanir og veitingastaðir í bænum með alls kyns fjör og ýmis Goslokatilboð! Opið í mörgum verslunum til 22.00 á föstudag og til 17.00 á laugardag.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).