Ætla að efla gæslu á Þjóðhátíð
7.Júlí'18 | 09:15Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina er stærsta útihátíðin sem fer fram hér á landi á ári hverju. Hátt í 20 þúsund manns flykkjast þá til Eyja til að skemmta sér. Hátíðin hefur verið umdeild um árabil en gæslan hefur verið hert mikið og árið í ár verður engin undantekning frá því.
„Eftir að ég byrjaði í þessu höfum við alltaf verið mikið að spá í öllum þessum ofbeldisbrotum yfir höfuð, hvernig við getum haldið þessu í lágmarki. Við erum með 120-130 gæslumenn, lækna og sjúkrabíla á staðnum. Við munum bæta við einhverjum myndavélum og reyna að lýsa upp svæði sem hafa verið til vandræða, dimm svæði. Við ætlum bara að reyna að vera alltaf á tánum í þessu að bæta okkur, gera betur og reyna að uppræta þetta samfélagsmein sem að sérstaklega þetta kynferðisofbeldi er.“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðarnefndar í samtali við Rúv.
Stóraukin löggæsla á Goslokahátíð
„Við erum með stóraukna löggæslu, eða lögreglan er með stóraukna löggæslu og við erum svo með aukna almenna gæslu á hátíðarsvæðinu okkar. Ég hef auðvitað vör við þá miklu vitundarvakningu sem hefur orðið í tengslum við þennan málaflokk og ég finn það að það skiptir máli að fólk upplifi sig öruggt. Og ég held að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess og við brýnum við okkar hátíðargesti að skemmta sér vel saman og hjálpa hvort öðru ef eitthvað kemur upp á og leita sér auðvitað aðstoðar.“ segir Margrét Rós Ingólfsdóttir, einn skipuleggjenda Goslokahátíðarinnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.