Goslokahátíð - dagskrá föstudags

6.Júlí'18 | 05:16
IMG_3649

Barnagleði verður í boði Ísfélags Vestmannaeyja í dag á Stakkó. Ljósmynd/TMS

Áfram heldur dagskrá Goslokahátíðar í dag. Barnagleði í boði Ísfélags Vestmannaeyja og Vatn til Eyja, sýning í vatnsveituhúsinu er meðal þess sem er á fjölbreyttri dagskrá í dag. Góða skemmtun.

FÖSTUDAGUR 6. júlí
10.00 Golfklúbbur Vestmannaeyja Volcano Open – ræst út 10.00 og 17.00. Keppendur eiga að mæta í skála klukkustund fyrr.
10.30-12.00 ÍBV: Hásteinsvöllur Opin fótboltaæfing með meistaraflokki karla, kvenna og 5.-7. flokki. Fótboltastjörnur framtíðarinnar læra af fótboltastjörnum nútímans.
13.00-15.00 Heimaey: Faxastígur 46 Opið hús í vinnu- og hæfingarstöðinni. Gestir og gangandi geta kynnt sér starfsemi hússins. Kerti og annað handverk til sölu á spottprís.
13.00-15.00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Ægisgata 2 Nýtt líf Fiskiðjunnar, opið húsið hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja á 2. hæð Fiskiðjunnar. Glæný aðstaða til sýnis fyrir áhugasama.
14.00 Gamli Oddurinn: Strandvegur 45 Elísabet Hrefna Sigurjónsdóttir opnar sýningu á málverkum á leðri og leðurskarti.
14.00-17.00 Skansinn Vatn til Eyja, sýning í vatnsveituhúsinu. Opið í Landlyst og Stafkirkjunni. Kaffi og konfekt í boði.
15.30 Stakkagerðistún Barnagleði í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Eurovision-stemning með Aroni Hannes, Lalla töframanni og Sirkus Íslands. Öllum krökkum gefið góðgæti.
16.30 Eldheimar Sigrún Einarsdóttir og Sigurgeir Jónasson opna saman hönnunar- og ljósmyndasýningu. Verk Sigrúnar eru fjölbreytt og innblásin af áhrifum Eyjanna, sýning Sigrúnar er sölusýning.
17.00 Kaffi Varmó: Strandvegur 51 Tara Sól Úranusdóttir opnar málverkasýningu.
17.00 Gamla Höllin: Vestmannabraut 19 Sunnansól og hægviðri - Stórtónleikar Lúðrasveitar og Karlakórs Vestmannaeyja. Frumflutningur Söru Renee á Goslokalaginu 2018 eftir Björgvin E. Björgvinsson. Hátíðarávarp í tilefni 45 ára gosafmælis. Sannkölluð menningarveisla. Tónleikarnir eru styrktir af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga, 100 ára afmæli fullveldisins, Goslokanefnd og Skipalyftunni. Aðgangur ókeypis, takmarkað húsrúm.
18.00 Stakkagerðistún Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið Gosa. Ísfélag Vestmannaeyja býður öllum á sýninguna.
18.00 Týsvöllur KFS - Kóngarnir. Áfram KFS!
19.00-21.00 Miðbærinn: Bárustígur Karnival stemning, matarmenning, Sirkus Íslands, Lalli töframaður, Dagur og Fannar, og Aron Hannes leika fyrir gesti. Opið lengur í verslunum og ýmsar uppákomur í bænum.
20.00 Taflfélagshúsið: Heiðarvegur 9A PopArt sýning fjölbreyttra listamanna, Perla Kristins ofl.
22.00 Höllin: Strembugata 13 Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit og Bjartmar Guðlaugsson og vinir með tónleika. Þeirra ástsælustu lög síðustu þriggja áratuga verða flutt. Tvö stórnöfn hita upp fyrir helgina. Húsið opnar kl. 20.30. Forsala í Tvistinum frá þriðjudegi, forsöluverð kr. 4.900, verð við inngang kr. 5.900.
23.00 Kaffi Varmó: Strandvegur 51 Fjöldasöngur með frændunum Kidda Bjarna og Guðna frá Selfossi sem spila á nikku og gítar.
23.00-02.00 Zame Kró: Strandvegur 73A Trúbador heldur uppi fjöri með léttum lögum og fjöldasöng.
23.00-04.00 Lundinn: Kirkjuvegur 21 DJ heldur uppi góðu stuði frameftir nóttu.
 
SÝNINGARTÍMAR OG ENDURTEKNIR VIÐBURÐIR
Myndlist unga fólksins í miðbænum Ungir listamenn í fyrstu fjórum árgöngum Grunnskóla Vestmannaeyja halda saman listasýningu í ýmsum búðargluggum miðbæjarins og skreyta þannig umhverfið. Verkin voru unnin í vetur og fylgir hver árangur sínu þema. Listræn túlkun á gosinu og þeirra innlegg til menningararfsins. Verkin sýnileg alla vikuna.
Eymundsson: Bárustíg 2 Sunna Árnadóttir spákona spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gjaldi. Fimmtudag og föstudag frá 11.00-18.00, laugardag frá 11.00-16.00.
Einarsstofa: Sagnheimar Málverkasýning Gerðar G. Sigurðardóttur. Opin föstudag til sunnudags frá 10.00-17.00.
Eldheimar: Gerðisbraut 10 Hönnunar- og ljósmyndasýning Sigrúnar Einarsdóttur og Sigurgeirs Jónassonar. Opin föstudag og laugardag frá 16.30-18.00, sunnudag frá 11.00-18.00
Gamli Oddurinn: Strandvegur 45 Sýning Elísabetar Hrefnu Sigurjónsdóttur. Opin föstudag til sunnudags frá 14.00-18.00.
Kaffi Varmó: Strandvegur 51 Málverkasýning Töru Sólar Úranusardóttur. Opin á opnunartíma staðarins.
Listaskólinn: Vesturvegur 38 Sýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja. Opin föstudag og laugardag frá 14.00-18.00, sunnudag frá 14.00-16.00.
Taflfélagshúsið: Heiðarvegur 9A PopArt sýning fjölbreyttra listamanna. Opin laugardag og sunnudag frá 14.00-17.00. Verslanir og veitingastaðir í bænum með alls kyns fjör og ýmis Goslokatilboð! Opið í mörgum verslunum til 22.00 á föstudag og til 17.00 á laugardag.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).