Veðurspáin fyrir Goslokahátíð

4.Júlí'18 | 06:31
solsetur

Samkvæmt spá Veðurstofunnar er líklegast að sólin skíni í Eyjum á morgun, fimmtudag. Mynd/ÁH

Það stefnir í skaplegt veður yfir Goslokahátíðina sem hefst á morgun, fimmtudag. Ekki er mikill vindur í kortunum. 4-10 m/sek alla hátíðardagana. Þá má búast við síðdegisskúrum á föstudag, laugardag og sunnudag. 

Spá Veðurstofunnar fyrir landið allt næstu daga:

Á fimmtudag:
Norðan- og norðvestan 8-13 m/s. Rigning norðaustan- og austantil, annars skýjað með köflum en víða bjartviðri um sunnanvert landið. Hiti 4 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á föstudag:
Vestlæg átt, 8-13 en hægari vestantil. Styttir upp norðaustanlands með morgninum, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðaustantil. 

Á laugardag:
Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum, en talsverð rigning suðaustanlands um kvöldið. Hiti 9 til 16 stig-, hlýjast á Austurlandi. 

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt. Dálítil væta á Austurlandi en annars skýjað með köflum. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is