Veðurspáin fyrir Goslokahátíð

4.Júlí'18 | 06:31
solsetur

Samkvæmt spá Veðurstofunnar er líklegast að sólin skíni í Eyjum á morgun, fimmtudag. Mynd/ÁH

Það stefnir í skaplegt veður yfir Goslokahátíðina sem hefst á morgun, fimmtudag. Ekki er mikill vindur í kortunum. 4-10 m/sek alla hátíðardagana. Þá má búast við síðdegisskúrum á föstudag, laugardag og sunnudag. 

Spá Veðurstofunnar fyrir landið allt næstu daga:

Á fimmtudag:
Norðan- og norðvestan 8-13 m/s. Rigning norðaustan- og austantil, annars skýjað með köflum en víða bjartviðri um sunnanvert landið. Hiti 4 til 17 stig, hlýjast sunnanlands. 

Á föstudag:
Vestlæg átt, 8-13 en hægari vestantil. Styttir upp norðaustanlands með morgninum, annars bjart með köflum. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast suðaustantil. 

Á laugardag:
Hæg suðlæg átt og skýjað með köflum, en talsverð rigning suðaustanlands um kvöldið. Hiti 9 til 16 stig-, hlýjast á Austurlandi. 

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt. Dálítil væta á Austurlandi en annars skýjað með köflum. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...