Ferjan á áætlun

4.Júlí'18 | 14:01
nyr_herj_270618_sag_lagf

Skipið er nú komið aftur á flot. Myndirnar eru teknar í síðustu viku.

Ný Vestmannaeyjaferja er enn á áætlun í pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. Að sögn Sigurðar Áss Grétarssonar, framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar er unnið að fullu að gera ferjuna klára.

„Við vitum ekki betur en að hún eigi að koma í október. Vélarnar voru keyrðar sl. föstudag og það gekk vel skilst mér. Auðvitað getur smíðin dregist en talið um frestun byggir líklega á reynslu af smíði annarra skipa frekar en staðreyndum. Allavega veit ég ekkert annað en áætlanir standi.” segir Sigurður Áss í samtali við Eyjar.net.

Nýstofnað hlutafélag heitir „Vestmannaeyjaferjan Herjólfur” 

Nafn nýstofnaðs fyrirtækis Vestmannaeyjabæjar utan um rekstur útgerðar Herjólfs er „Vestmannaeyjaferjan Herjólfur”. Samkvæmt heimildum Eyjar.net gekk ekki að fá nafnið „Herjólfur ohf.” samþykkt þar sem það þótti og líkt nafni sem þegar er til og var um rekstur ferjunnar á árum áður, Herjólfur hf.

Á mánudaginn síðastliðinn var loks gefin út kennitala á opinbera hlutafélagið, þá tæpum einum og hálfum mánuði eftir stofnfund félagsins. Í fyrstu málsgrein samþykkta Herjólfs kemur fram að félagið sé opinbert hlutafélag og nafn þess sé Herjólfur ohf. Ekki verður lagt mat á það hér hvort halda þurfi nýjan stofnfund, þar sem að nafnið á hlutafélaginu er annað en samþykkt var.

Ráðningarmál enn í vinnslu

Auglýst var eftir skipstjóra og yfirvélstjóra fyrir nýstofnað félag og rann umsóknarfrestur út fyrir miðjan síðasta mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Lúðvík Bergvinssyni, stjórnarmanni í stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs hefur ekki enn verið gengið frá ráðningum. „Vonandi klárast það á allra næstu dögum. Við eigum von á niðurstöðum Capacent fljótlega.” segir Lúðvík.

Gunnar Karl Guðmundsson, nýráðinn verkefnastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs hefur ekki svarað fyrirspurnum Eyjar.net um viðtal.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.