„Færri fæðingar úti á landi hluti stöðunnar“

4.Júlí'18 | 07:25
asmundur_fridriks

Ásmundur Friðriksson, þingmaður.

Ásmundur Friðriksson, annar varaformaður velferðarnefndar, deilir áhyggjunum vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og hvetur deilendur til að rísa undir ábyrgð sinni, þannig að ekki skapist ófremdarástand. „Við, þessi þjóð, höfum ekkert efni á því að láta þessa deilu vaxa og enda með einhverjum ósköpum.“

Ásmundur segir í samtali við RÚV að hann telji að vandinn felist að hluta í lokunum fæðingardeilda á Suðurnesjum, Suður- og Austurlandi. „Þessi sveitarfélög hafa verið að berjast fyrir því að þarna verði opnuð aðstaða til að halda fæðandi mæðrum heima en kerfið er að soga þetta til sín hingað. Hér er álagið orðið mikið og húsnæðið orðið of lítið á sama tíma og við viljum fjölga fæðingunum hér. Ég held að þar liggi hundurinn grafinn að stórum hluta í þessu máli.“

Og um framhaldið segir Ásmundur: „Við viljum bara að það verði skapað það ástand í samfélaginu að svona mál komi bara ekki upp aftur.“

 

Nánar má lesa um málið hér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.