Fjórar Eyjastelpur með U-16 landsliðinu á European Open

- Íslenska liðið endaði í þriðja sæti í riðlinum og fer áfram í milliriðil

3.Júlí'18 | 14:47
eyjastelpur_landslid_cr

Eyjastelpurnar í landsliðshópnum. Ljósmynd/aðsend

Fjórir leikmenn ÍBV í handbolta eru nú staddar í landsliðsverkefni í Gautaborg með U-16. Það eru þær Linda Björk Brynjarsdóttir, Andrea Gunnlaugsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Bríet Ómarsdóttir.

Ísland - Finnland

Í gær mættu stelpurnar Finnlandi og einkenndist leikurinn af af varnarleik og markvörslu en í hálfleik var staðan 4-4 þó íslenska liðið hafi haft yfirhöndina. Í upphafi seinni hálfleiks batnaði sóknarleikur íslenska liðsins sem skilaði 9-4 forystu. Þá tók við slæmur kafli þar sem liðinu gekk afar illa að skora og lokatölur urðu 10-13 fyrir Finnum. Griðarlega svekkjandi tap í fyrsta leik mótsins.

Markaskorarar Íslands:

Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Ásthildur Bjarkadóttir 1.

Andrea Gunnlaugsdóttir varði 12 skot í íslenska markinu.

Ísland - Spánn

Seinni leikur gærdagsins var gegn Spánverjum. Ljóst að íslenska liðið ætlaði sér að gefa allt í hann. Jafnræði var með liðunum framan af en um miðbik fyrri hálfleiks var staðan 4-6 Spánverjum í vil. Þá tók við kafli þar sem íslenska liðið fór illa að ráði sínu í góðum færum en liðið átti 6-7 stangarskot á þessum kafla. Staðan í hálfleik var staðan 9-4 spánverjum í vil. Spænska liðið leysti varnarleik íslenska liðsins í seinni hálfleik töluvert betur og vann að lokum 24-13 sigur. 

Markarskorar Íslands:

Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Ída Mrgrét Stefánsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Katrín Tinna Jensdóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1, Linda Björk Brynjarsdóttir 1, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1.

Andrea Gunnlaugsdóttir varði 5 og María Lovísa Jónadóttir varði 4.

 

Ísland - Frakkland

Í morgun lék liðið á móti Frakklandi sem álitið er besta lið riðilsins. Lokatölur voru 13-20 Frökkum í vil. 

Ísland - Azerbaijan

Síðasti leikur riðilsins var svo leikinn áðan og sigruðu okkar stelpur þann leik gegn Azerbaijan. Lokatölur 8-27. Ekki fengust markaskorarar úr leikjum dagsins.

Mæta Rússlandi, Slóveníu og Eistlandi í milliriðli

Íslenska liðið endaði í þriðja sæti í riðlinum á eftir Spánverjum og Frökkum. Það þýðir að þær mæta Rússlandi, Slóveníu og Eistlandi í milliriðli.

Tags

HSÍ ÍBV

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.