Fjármagnið sem sparaðist hefði átt að nýtast áfram í Eyjum
3.Júlí'18 | 06:53Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins sendi í byrjun mars fyrirspurn á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra varðandi fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fjölda ársverka og þróun launakostnaðar. Svar liggur nú fyrir frá ráðherra.
Birgir segir í samtali við Eyjar.net að svarið staðfesti það að sameiningin við HSU hafi falið í sér fækkun stöðugilda í Vestmannaeyjum um 5 ársverk. Árið 2013 voru þau 67,5 en árið 2017 eru þau 62.
Skýrist fyrst og fremst af launahækkunum og launaskriði
Hann segir að í svarinu sé sett fram tafla sem sýni rekstrarkostnað og hækkun framlaga til HSV en á sama tíma færri stöðugildi á launum. Þetta skýrist fyrst og fremst af launahækkunum og launaskriði en ekki aukinni starfsemi eða þjónustu.
Dýrustu stöðugildin voru lögð niður í Eyjum við sameininguna
„Í svarinu kemur fram að fækkun hafi átt sér stað í hópi æðstu stjórnenda HSV. Dýrustu stöðugildin voru því lögð niður í Eyjum við sameininguna. Ekki er hægt að sjá að sá launasparnaður sem því fylgdi hafi nýst stofnuninni. Ég er þeirrar skoðunar að fjármagnið sem sparaðist við þessa ráðstöfun hefði átt að nýtast áfram í Eyjum, í heilbrigðisþjónustu við íbúanna. Auk þess varð bæjarfélagið af útsvarstekjum við þessa breytingu.” segir Birgir og bætir við að hann muni fylgja þessu máli eftir í fjárlagavinnunni fyrir árið 2019, sem hefst í haust.
Spurningarnar og svör heilbrigðisráðherra má sjá hér að neðan:
1. Hver hefur þróun fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja verið frá árinu 2013 og til ársins 2017 sem og þróun í fjölda ársverka?
Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands og Heilbrigðisstofnun Suðurlands voru sameinaðar í eina stofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 1. október 2014 með reglugerð nr. 674/2014. Fjárveitingar til starfsstöðvanna voru sameinaðar í eina fjárhæð í fjárlögum 2014.
Rekstrarkostnaður starfsstöðva er aðgreindur í bókhaldi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og sýnir eftirfarandi tafla rekstrarkostnað ásamt fjölda ársverka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum að frádregnum sértekjum árin 2013–2017 á verðlagi hvers árs í þúsundum króna.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Rekstrarkostnaður | 791.649 | 818.415 | 839.838 | 920.290 | 1.060.827 |
Breyting frá fyrra ári | 26.766 | 21.423 | 80.452 | 140.537 | |
Breyting í % | 3,4% | 2,6% | 9,6% | 15,3% | |
Ársverk | 67,5 | 63,0 | 59,7 | 61,7 | 62,0 |
2. Hver hefur þróun fjárveitinganna verið á föstu verðlagi?
Eftirfarandi tafla sýnir rekstrarkostnað árin 2013–2017 á meðalverðlagi ársins 2017.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Rekstrarkostnaður | 849.771 | 860.978 | 869.272 | 936.569 | 1.060.827 |
Breyting frá fyrra ári | 11.207 | 8.294 | 67.297 | 124.258 | |
Breyting í % | 1,3% | 1,0% | 7,7% | 13,3% |
3. Hvað skýrir breytingar í fjölda ársverka?
Haustið 2014 sameinuðust Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum og Heilbrigðisstofnun Suðurlands í eina stofnun; Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sbr. 1. tölul. Fækkun ársverka á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum skýrist af því að ný og sameinuð Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) lýtur nú einni yfirstjórn þannig að fækkun hefur átt sér stað í hópi æðstu stjórnenda, svo sem forstjóra, lækningaforstjóra, hjúkrunarforstjóra og innkaupastjóra. Öll þessi stöðugildi voru full stöðugildi, skilgreind hjá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum en í dag eru þau skilgreind á skrifstofu forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, óháð eiginlegri staðsetningu starfsmannsins. Árið 2016 var eitt stöðugildi rekstrarstjóra hjá HSU í Vestmannaeyjum lagt niður. Á sama ári fengust til starfa tveir nýir heilsugæslulæknar í Vestmannaeyjum í stað verktakalækna áður og eru þau störf enn setin. Þessi atriði skýra í megindráttum breytingar og þróun ársverka hjá HSU í Vestmannaeyjum frá 2013 til ársloka 2017.
4. Hver hefur árleg þróun launakostnaðar starfsstétta stofnunarinnar verið í samanburði við þróun fjárveitinga sem ætlaðar eru til greiðslu launakostnaðar?
Ekki er hægt að sjá fjárveitingar á fjárlögum til greiðslu launakostnaðar í Vestmannaeyjum. Eftirfarandi upplýsingar eru sóttar í bókhald stofnunarinnar og sýna launakostnað á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Laun í þús. kr. | 613.022 | 578.525 | 578.405 | 619.395 | 665.512 |
Meðallaun á hvert ársverk | 9.082 | 9.183 | 9.689 | 10.039 | 10.734 |
Breyting frá fyrra ári | 101 | 506 | 350 | 695 | |
Breyting í % | 1,1% | 5,5% | 3,6% | 6,9% |
Eftirfarandi tafla sýnir heildarframlög til launa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands samkvæmt fjárlögum.
2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 | |
Heildarframlag til launa hjá HSU í millj. kr. | 2.749,5 | 2.811,2 | 2.901,0 | 3.344,4 | 3.693,7 |
Breyting frá fyrra ári, millj. kr. | 61,7 | 89,8 | 443,4 | 349,3 | |
Breyting í % | 2,2% | 3,2% | 15,3% | 10,4% |
5. Ef fjárveitingar hafa lækkað að raungildi frá því að stofnunin varð hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, hverjar eru ástæður þess?
Rekstrarkostnaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum að frádregnum sértekjum er 24,8% hærri árið 2017 en árið 2013 á meðalverðlagi ársins 2017. Verðlagshækkun sama tímabils er um 7,3%.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.