Ráðið í stjórnunarstöður við GRV

- Óskar Jósúason verður aðstoðarskólastjóri

2.Júlí'18 | 15:03
hamarsskoli

Hamarsskólinn er önnur tveggja starfstöðva GRV. Ljósmynd/TMS

Gengið hefur verið frá ráðningum í stjórnunarstöður og í sérkennslu við Grunnskólann í Vestmannaeyjum. Eyjar.net ræddi við Erling Richardsson, skólastjóra GRV. Erlingur lætur brátt af störfum og við starfinu tekur Anna Rós Hallgrímsdóttir.

Óskar Jósúason var ráðinn aðstoðarskólastjóri við GRV. Óskar kemur til með að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra í Hamarsskólanum. Óskar hefur starfað við GRV frá árinu 2008, sem kennari, deildarstjóri og síðustu mánuði hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólastjóra. Óskar er í meistaranámi á sviði stjórnunar og stefnumótunar í HÍ.

Í deildarstjórastarf á yngsta stigi í Hamarsskóla var ráðin Rósa Hrönn Ögmundsdóttir. Rósa er grunnskólakennari með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Frá árinu 2002 hefur Rósa starfað sem umsjónarkennari við GRV.

Svanhvít Friðþjófsdóttir kemur til með að gegna nýrri stöðu deildarstjóra á miðstigi í Barnaskólanum. Svanhvít er grunnskólakennari og hefur lokið meistaraprófi í náms- og kennslufræðum með áherslu á íslensku. Svanhvít hefur starfað við kennslu í grunnskólum í Vestmannaeyjum frá árinu 1996.

Herdís Rós Njálsdóttir kemur til með að gegna starfi sérkennara í Barnaskólanum. Herdís er grunnskólakennari og hefur lokið meistaraprófi í náms- og kennslufræðum með áherslu á mál og læsi. Að auki hefur Herdís lokið fjölda námskeiða sem snúa að skimunum og inngripi í námsferil barna í grunn- og leikskólum. Herdís hefur starfað sem kennari við GRV frá árinu 2008.

Marta Sigurjónsdóttir kemur til með að gegna starfi sérkennara í Barnaskólanum. Marta er grunnskólakennari og er að ljúka meistaranámi á sviði uppeldis- og menntunarfræða með áherslu á sérkennslufræði. Á síðasta skólaári starfaði Marta sem afleysingarkennari við GRV.  

Í framhaldi af ráðningu Önnu Rósar, sem skólastjóra, hefur staða deildarstjóra á unglingastigi verið auglýst laus til umsóknar, segir Erlingur Richardsson.

Tags

GRV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).