Ferðamaður í sjálfheldu á Dalfjalli

1.Júlí'18 | 12:15
IMG_3365

Björgunarsveitarmenn hér á leið upp fjallið. Ljósmyndir/TMS

Kalla þurfti eftir aðstoð Björgunarfélags Vestmannaeyja á tólfta tímanum í morgun er erlendur ferðamaður sem var á göngu á Dalfjalli lenti í sjálfheldu. Fimm félagar í Björgunarfélaginu lögðu af stað á fjalllið skömmu eftir að útkall barst. 

Að sögn Arnórs Arnórssonar, formanns Björgunarfélags Vestmannaeyja gekk vel að ná til mannsins sem var á sillu í fjallinu. Er ferðamaðurinn nú með björgunarsveitarmönnum á leið niður fjallið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%