Svarið setur upp þjónustuhús við Landeyjahafnarafleggjarann
- sjáðu myndbönd og myndir af húsinu og umhverfi þess
28.Júní'18 | 06:15Ferðaþjónustan í Vestmannaeyjum hefur kallað eftir að byggt verði þjónustuhús við þjóðveginn þar sem vakin er athygli á Vestmannaeyjum. Nú hillir undir að þetta verði að veruleika. Ritstjóri Eyjar.net settist niður með Halldóri Pálssyni, stjórnaformanni og Davíð Elí Halldórssyni, tæknistjóra Svarsins.
Svarið er ferðaþjónustufyrirtæki sem hyggst reisa fjórar slíkar stöðvar á Suðurlandi á næsta ári og alls er hugsjónin að reisa 42 stöðvar í kringum landið á næstu árum. Fyrsta stöðin mun rísa við Landeyjahafnarafleggjarann (sjá staðsetningu). Aðspurðir segja þeir feðgar að aðal- og deiluskipulagsbreytingar séu samþykktar og eru þær nú í auglýsingaferli. „Við búumst við að geta hafið framkvæmdir í lok sumars.“ segir Halldór.
Reikna með að opna í ár
Stöðvarnar eru hannaðar sem einingahús þó fyrsta húsið verði byggt á hefðbundinn hátt. Stöðin skiptist svo í tvennt þar sem aðalsalur er bjartur og hátt til lofts, í honum verða sjálfsalar, upplýsingaborð og markaður. Í hinum hlutanum er salernisgangur sem kemur að stofninum til frá framleiðanda salernanna. Þeir segja að reiknað sé með að opna stöðina á þessu ári.
„Við vinnum verkefnið í samstarfi við tæknifyrirtæki í fremstu röð þegar kemur að tækjabúnaði og stefnum á að bjóða uppá fjölbreytta þjónustu sem gagnast ferðamönnum og nærumhverfinu.“ segir Davíð Elí.
Gagnvirk upplýsingaborð
Þá verða upplýsingaborð með snertiskjá á nokkrum tungumálum. Þar geta gestir skoðað landið í 3D (þrívídd) og kynnt sér þjónustu sem boðið er uppá í nærumhverfinu. Einnig geta fyrirtæki og stofnanir kynnt sig nánar, bæði í upplýsingaborðunum og upplýsingaskjá, gegn gjaldi.
Sjálfsalaverslun
Sjálfsalar verða einnig með snertiskjá og hægt að skoðað myndir og innihaldslýsingar á nokkrum tungumálum. Vöruval í sjálfsölum verður fjölbreytt en meðal annars verður boðið uppá heita og kalda drykki, matvörur, ferðagræjur og minjagripi.
Sjálfhreinsandi salerni
Stöðin er hönnuð af Arkís í kringum innfluttar salerniseiningar sem þrífa sjálfkrafa bæði gólf og salernisskál eftir hverja notkun. Stefnan er að bjóða uppá hreinustu salerni landsins.
Beint frá býli markaður
Framleiðendum og handverksfólki í nærumhverfinu verður boðið að selja og/eða kynna vörur sínar í markaði stöðvarinnar.
Rafhleðslustöðvar
Við teljum Ísland vera í kjöraðstöðu þegar kemur að rafbílavæðingu og félagið ætlar að taka þátt í henni. Á stöðinni geta ferðamenn sett rafbílinn og raftækin sín í hleðslu og nýtt sér alla þá þjónustu sem í boði er á meðan tækin hlaðast.
Samfélagsleg ábyrgð
Félagið er með skýra umhverfisstefnu og mun EFLA halda utan um kolefnisbókhald og samfélagsskýrslur. Markmið félagsins er kolefnishlutleysi, ISO 14001 vottun í umhverfisstjórnun og Excellent BREEM umhverfisvottun á byggingum.
Önnur aðstaða
Markmiðið er einnig að vera með leiksvæði fyrir börn, útsýnispall með sjónauka og útsýnisskífu og bjóða húsbílum að leggja á bílastæðunum gegn gjaldi.
Besti staðurinn til að vekja athygli ferðamanna á hinni stórfenglegu náttúruperlu sem Vestmannaeyjar eru
„Við reiknum svo með að reisa fjórar stöðvar á Suðurlandi á næsta ári og alls er hugsjónin að reisa 42 stöðvar í kringum landið á næstu árum.“ segir Halldór.
Aðspurðir um af hverju þeir hafi ákveðið að byrja við Landeyjahafnarafleggjaranum segja þeir að þarna á vegamótunum eigi félagið þrjá hektara við nýja bílastæði Vegagerðarinnar sem stórbóndinn Símon Oddgeirsson á Dalseli gaf félaginu af höfðinglegri rausn. „Þetta er ein af bestu staðsetningum á landinu. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna fer fram hjá þessum gatnamótum daglega og teljum við þetta vera besti staðurinn til að vekja athygli ferðamanna á hinni stórfenglegu náttúruperlu sem Vestmannaeyjar eru.“
Er þeir feðgar eru spurðir út í samstarf við Eyjamenn segja þeir að þeir sjái fyrir sér að vera í góðu sambandi við bæjarfélög og hagsmunaaðila í nærumhverfinu.
Hér að neðan má sjá myndbönd og fleiri myndir af húsinu og umhverfinu þar í kring.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).