Vestmannaeyjabær:

Þóknun vegna nefndarsetu helst óbreytt

27.Júní'18 | 05:10
IMG_2962

Meirihluti bæjarstjórnar greiðir hér atkvæði. Ljósmynd/TMS

Þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum Vestmannaeyjabæjar var lögð fyrir bæjarstjórn í síðustu viku. Þar var lagt til að þóknun vegna nefndarsetu skuli haldast óbreytt frá því sem verið hefur.

Fyrir grunneiningu skal greitt 12.545 kr. Nefndarlaun eru bundin launavísitölu og uppreiknuð tvisvar á ári, í júní og desember, var tillagan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Ráðning bæjarstjóra

Þá var ráðning bæjarstjóra einnig tekin fyrir. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að ráða Írisi Róbertsdóttir til heimilis að Búhamri 70 í Vestmannaeyjum í starf bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar. Fyrir fundinum lá ráðningasamningur. 

Samþykkt með fjórum atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista. 

Tímasetningar á bæjarstjórnarfundum 

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi áætlun um tímasetningar á bæjarstjórnarfundum frá júlí 2018 til janúar 2019: 

  • 18. júlí 2018 
  • 30. ágúst 2018 
  • 27. september 2018 
  • 25. október 2018 
  • 15. nóvember 2018 
  • 6. desember 2018 
  • 31. janúar 2019 

Var áætlunin samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%