Orkumótið hefst á morgun

27.Júní'18 | 06:23
Orkumót_sgg

Það er ávalt líf og fjör á Orkumótinu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

„Í ár mæta 104 lið frá 35 félögum” segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri á Orkumótinu, en mótið hefst í fyrramálið. Alls koma tæplega 1200 manns til að taka þátt í mótinu, 950 strákar og rúmlega 200 þjálfarar og fararstjórar.

Sigríður Inga segir mótið verða með hefðbundnu sniði. „Við ætlum aðeins að breyta á setningunni, þá höfum við verið með boðhlaup sem við tökum út og koma BMX BRÓS í staðin og sýna listir sínar.”

Ný orkumótsnefnd

„Annars er stærsta breytingin líklegast sú að strákarnir sem hafa verið í mótsnefndinni sl. 34 ár, eða frá upphafi mótsins, létu af störfum eftir síðasta mót og hefur starfsfólk félagsins tekið við mótinu. Strákarnir í orkumótsnefndinni hafa samt verið okkur innan handar við undirbúning og verða það einnig næstu daga.” segir nýi mótsstjórinn.

Leikið verður á öllum knattspyrnuvöllum félagsins, Hásteinsvöllur, Týsvöllur, Þórsvöllur, Helgafellsvöllur og Eimskipshöll.

Biðja fólk um að fara varlega í umferðinni

Sigríður Inga vill biðja fólk um að fara varlega í umferðinni þar sem íbúafjöldinn hækkar mikið næstu daga. „Einnig bjóðum við bæjarbúa velkomna á vellina að fylgjast með upprennandi knattspyrnumönnum.”

Hér má sjá mótsblað Orkumótsins.

Heimasíða mótsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).