Orkumótið hefst á morgun

27.Júní'18 | 06:23
Orkumót_sgg

Það er ávalt líf og fjör á Orkumótinu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

„Í ár mæta 104 lið frá 35 félögum” segir Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri á Orkumótinu, en mótið hefst í fyrramálið. Alls koma tæplega 1200 manns til að taka þátt í mótinu, 950 strákar og rúmlega 200 þjálfarar og fararstjórar.

Sigríður Inga segir mótið verða með hefðbundnu sniði. „Við ætlum aðeins að breyta á setningunni, þá höfum við verið með boðhlaup sem við tökum út og koma BMX BRÓS í staðin og sýna listir sínar.”

Ný orkumótsnefnd

„Annars er stærsta breytingin líklegast sú að strákarnir sem hafa verið í mótsnefndinni sl. 34 ár, eða frá upphafi mótsins, létu af störfum eftir síðasta mót og hefur starfsfólk félagsins tekið við mótinu. Strákarnir í orkumótsnefndinni hafa samt verið okkur innan handar við undirbúning og verða það einnig næstu daga.” segir nýi mótsstjórinn.

Leikið verður á öllum knattspyrnuvöllum félagsins, Hásteinsvöllur, Týsvöllur, Þórsvöllur, Helgafellsvöllur og Eimskipshöll.

Biðja fólk um að fara varlega í umferðinni

Sigríður Inga vill biðja fólk um að fara varlega í umferðinni þar sem íbúafjöldinn hækkar mikið næstu daga. „Einnig bjóðum við bæjarbúa velkomna á vellina að fylgjast með upprennandi knattspyrnumönnum.”

Hér má sjá mótsblað Orkumótsins.

Heimasíða mótsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.