Vinnslustöðin:

Framkvæmdir við tengibyggingu hafnar

27.Júní'18 | 17:27
vsv_tengibygging_2018

Ljósmynd/vsv.is

Framkvæmdir eru komnar á fullan skrið við nýbyggingu sem tengja mun saman hús Vinnslustöðvarinnar beggja vegna Hafnargötu. Járnsmiðjuhúsið, jafnan kallað Krókur, varð að víkja fyrir nýbyggingunni. Það var elsta húsið á lóð Vinnslustöðvarinnar.

Jarðvinna með tilheyrandi breytingum á lögnum og öðrum undirbúningi stendur nú yfir og austast í grunninum hefjast starfsmenn Byggingarfélagsins Eyktar handa við uppslátt fyrir lok vikunnar, að því er segir í frétt á vefsvæði Vinnslustöðvarinnar.

Þorsteinn Óli Sigurðsson, tæknifræðingur og umsjónarmaður framkvæmda af hálfu VSV, segir að 1. hæð tengibyggingarinnar sé um 1.200 fermetrar að gólffleti og stefnt að því að koma henni í stand fyrir áramót. Þar ofan við verður um 900 fermetra milliloft.

Með viðbyggingunni stækkar athafnarými uppsjávarvinnslunnar og henni verður að öllu komið fyrir austan Hafnargötu. Þá verður um leið rýmra um aðra vinnslu sjávarafurða í húsinu vestan Hafnargötu.

Aðstaða starfsfólks breytist og batnar með skiptirými, snyrtingum og þvottahúsi. Þarna verður nýtt eldhús og búr á 2. hæð og matsalur sem tekur 110 manns í sæti. Á 3. hæð verður annar matsalur með rými fyrir 40-50 manns í sæti.

Núverandi stigahúsi verður breytt og nýr aðalinngangur Vinnslustöðvarinnar tekinn í gagnið fyrir alla starfsmenn og gesti. Fiskvinnslufólkið hefur undanfarin ár gengið inn þarna megin en skrifstofufólk og gestir í krikanum hinum megin, þar sem aðalinngangurinn hefur verið frá upphafi. Byrjað var að reisa Vinnslustöðvarhúsið við Friðarhöfn árið 1947. Aðalinngangurinn verður sem sagt fluttur á árinu 2019.

Teikningar og fleiri myndir af framkvæmdunum má sjá hér.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.