Ósætti í nýrri bæjarstjórn í Eyjum

24.Júní'18 | 13:56
IMG_2944

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræða hér við forseta bæjarstjórnar, Elís Jónsson á fundinum á fimmtudaginn. Mynd/TMS

Tekist var á, á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn lögðu til að Elliði Vignisson yrði áfram bæjarstjóri fyrst um sinn til að ljúka verkum sem hann hefði mikla þekkingu á. Nýr bæjarstjóri vonar að samstaða verði meðal kjörna fulltrúa.

Ef marka má byrjun nýrrar bæjarstjórnar í Eyjum, virðist samstarf minnihluta og meirihluta ætla að verða erfitt. Íris Róbertsdóttir, sem tekur formlega við embætti sem bæjarstjóri í dag, vonar að samstarfið verði gott, segir í frétt á veffréttasíðu RÚV.
 
„Það er alveg rétt hjá þér að þetta hefur ekki farið, og verið, eins og við hefðum kannski öll viljað hafa það. En ég ætla að vona það að við sýnum öll verkefninu það mikla virðingu og tökum svolítið höndum saman við það verkefni sem við vorum við vorum öll kosin til. Sem er að vinna hag þessa bæjarfélags sem bestan,‘‘ segir Íris. 

Nýr bæjarstjóri komst ekki á fyrsta fund

Ósátt skapaðist vegna fundartíma fyrsta bæjarstjórnarfundar. Hann fór fram síðasta fimmtudag að Írisi fjarstaddri en hún var stödd erlendis. „Við hefðum náttúrulega óskað þess að við hefðum öll getað setið fyrsta fundinn og fórum fram á það með góðum fyrirvara, áður en fundurinn var boðaður formlega, að þessi dagsetning  yrði ekki valin,‘‘ segir hún og bætir við að ekki eigi að festast í þessu heldur horfa fram á veginn. 

Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, boðaði til fyrsta fundar þar sem hann á flesta bæjarstjórnarfundi að baki. Hann segir að samkvæmt bæjarmálasamþykkt fari fundir fram á fimmtudögum klukkan sex og tímarammi fyrir fyrsta fund hafi verið fimmtán dagar. 

„Þegar ég var búinn að óska eftir því að hafa fundinn á fimmtudegi þá kemur beiðni frá meirihlutanum um að hafa fundinn á öðrum tíma, sem var á síðasta degi innan þessa fimmtán daga tímaramma. Sá dagur gekk ekki upp fyrir minnihlutann, ‘‘ segir Trausti. Hann hefði þurft að velja á milli þess að oddvita H-lista vantaði á fundinn eða fulltrúa Sjálfstæðisflokks og því þótt eðlilegt að fara eftir bæjarmálasamþykktinni um að hafa fundinn á fimmtudegi. 

„Mjög óheppilegt og hefði verið ekkert mál að verða við þessari beiðni ef þessi beiðni frá meirihlutanum hefði komið tímanlega,‘‘ segir Trausti.

Njáll Ragnarsson, oddviti E-lista sem myndar meirihluta með H-lista, sagði í grein í gær að hægt hefði verið að standa betur að málunum. „Ef einhver vilji hefði verið fyrir hendi gat þessi fulltrúi kannað hvaða dagar á þessu 15 daga tímabili hentuðu öllum og í framhaldinu boðað til fyrsta fundar í sátt og samlyndi við alla kjörna fulltrúa.‘‘

Vilja að Elliði sitji áfram 

Þá kusu allir þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks gegn tillögunni um að Íris yrði bæjarstjóri, þau vilja að Elliði Vignisson gegni því starfi áfram. Hann var í 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna og náði því ekki inn. 

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin, að nánast allir bæjarfulltrúarnir eru að koma nýir og óreyndir að borðinu og í ljósi þeirra stóru verkefna sem eru í gangi í bæjarfélaginu, þá töldum við eðlilegt að Elliði myndi sitja áfram. Að minnsta kosti fyrst um sinn,‘‘ segir Trausti. Verkefnin sem um ræðir eru meðal annars yfirtaka bæjarins á rekstri Herjólfs og opnun griðarstaðs fyrir hvali. 

Íris tekur formlega við sem bæjarstjóri í dag. Er hún fyrsta konan til að gegna því embætti frá því að Eyjamenn kusu sína fyrstu bæjarstjórn árið 1919.

 

Ruv.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).