Íris orðin bæjarstjóri
- ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra undirritaður
24.Júní'18 | 15:57Í dag var gengið formlega frá ráðningu nýs bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir, nú bæjarstjóri og Elís Jónsson, forseti bæjarstjórnar undirrituðu samninginn í Einarsstofu í dag.
Íris er því orðin bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, fyrst kvenna frá því að Eyjamenn kusu sína fyrstu bæjarstjórn árið 1919. Íris sagði eftir undirskrift í dag að það væri í raun ótrúlegt að kona hafi ekki gengt þessu starfi fyrr en nú, árið 2018. Þá sagði hún að það sem henni væri efst í huga er þakklæti og virðing fyrir því mikilvæga starfi sem hún er nú að taka við.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.