Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Minnihlutinn ósáttur við að fá ekki varaformennsku í ráðum

23.Júní'18 | 06:56
trausti_hss_sh

Trausti Hjaltason og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks. Ljósmynd/TMS

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir vonbrigðum með að minnihlutinn fengi ekki varaformennsku í fastanefndum Vestmannaeyjabæjar, en kosið var í nefndir og ráð á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtudag.

Trausti Hjaltason sagði í ræðustól að hann væri hneykslaður á að ekki sé orðið við þeirri beiðni um að minnihluti fái varaformennsku í nefndum. Hann segir það hafa tíðkast um áratuga skeið, þegar að um sé að ræða að minnihluti hafi tvo menn í ráðum, og vísar hann þar til kjörtímabila á undan því sem nú var að klárast - en á nýliðnu kjörtímabili hafði minnihluti Eyjalistans einungis einn mann í hverju ráði, í stað tveggja áður.

Undir þetta tóku Helga Kristín Kolbeins og Hildur Sólveig Sigurðardóttir, en sú síðarnefnda benti á að núverandi meirihluti hafi verið tíðrætt um aukið lýðræði í aðdraganda kosninga. Þá benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi flest atkvæði á bak við sig. 

Hér má sjá hvernig nefndar- og ráðskipan er.

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Samkvæmt venju þegar nefndarskipan bæjarfulltrúa skiptist í 4 í meirihluta og 3 í minnihluta hefur það verið hefðin að minnihluta sé boðin varaformennska í fastanefndum bæjarins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að ekki sé viðhöfð sú venja þetta kjörtímabilið. 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).