Ási Friðriks bregður sér á sjóinn

23.Júní'18 | 10:13
asmund_litil

Ásmund­ur Friðriks­son

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hélt á sjó í há­deg­inu í gær en hann mun starfa í viku sem kokk­ur.

„Ég fer á sjó frá Grund­arf­irði. Ég skil bíl­inn eft­ir í Reykja­vík og fer bara með sjó­pok­ann með mér. Það er nú svo­lítið langt síðan síðast en son­ur minn er á sjó og svo kom það upp að kokk­ur­inn þurfti að fara í frí og þá var hringt og spurt hvort ég vildi ekki bara vera kokk­ur,“ seg­ir Ásmund­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann seg­ir þetta vera fína til­breyt­ingu frá þing­störf­um. „Ég tók viku í sveit í fyrra þannig að það verður fínt að taka viku á sjó núna. Aðeins að tæma hug­ann. Þetta er bara mjög gott.“

 

Mbl.is greindi frá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%