Sjúkraflutningur með Herjólfi - ófært fyrir þyrlu Gæslunnar

21.Júní'18 | 16:37
herj_sjukrabil

Flytja þurfti sjúklinginn með Herjólfi í dag. Ljósmynd/TMS

Flytja þurfti sjúkling frá Vestmannaeyjum með Herjólfi og svo með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar komst ekki til Eyja vegna slæms skyggnis og veðurs. 

Flutningurinn var boðaður á hæsta forgangi og þar sem Mýflug, sem sinnir sjúkraflugi í Eyjum, var ekki að fljúga vegna slæms skyggnis og veðurskilyrða var þyrlan kölluð út. Kom útkallið rétt fyrir klukkan 12 í dag, að því er segir í frétt á fréttavefnum vísir.is.

„Það er þannig að varðskipið Þór er nálægt Vestmannaeyjum og þar um borð eru menn sem hafa starfað á þyrlunni. Það var haft samband við þá og þeir mátu aðstæður að þyrlan gæti ekki lent í Eyjum. Það er mjög sjaldgæft að þetta gerist. En þarna sköpuðust bara þannig aðstæður að vegna skyggnis og veður var það slæmt að þyrlan komst ekki,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. 

Hann segir veðrið hafa verið sérstaklega slæmt í dag og ítrekar að það sé mjög sjaldan sem þessar aðstæður skapist. Búið hafi verið að kalla áhöfn út á þyrluna sem var mætt niður á flugvöll til að fara af stað þegar ákvörðun var tekin um að gera það ekki, segir enn fremur í frétt Vísis.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.