Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í beinni

21.Júní'18 | 17:54
IMG_2944

Elís Jónsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar á fundinum. Hann ræðir hér málin við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Í kvöld klukkan 18.00 verður fyrsti fundur bæjarstjórnar á þessu kjörtímabili. Líkt og áður hefur komið fram er það Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem boðar hann. Íris Róbertsdóttir sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hún tilkynnir um fjarveru sína á fundinum.

Fundur bæjarstjórnar verður í beinni útsendingu á youtube - og verður slóðin sett inn hér á Eyjar.net skömmu fyrir fund. Hún birtst neðar í þessari frétt. 

Hér má sjá útsendingu frá fundinum.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

Dagskrá:

Almenn erindi

1. Kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 

2. Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 43. gr. samþykktar um stjórn Vestmannaeyjabæjar og fundarsköp bæjarstjórnar


Fundargerðir til staðfestingar

3. Fundargerð Náttúrustofu Suðurlands.

Fundargerðir Náttúrustofu suðurlands frá 17. maí og 6. júní liggja fyrir til staðfestingar.

     

4. Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja nr. 218 frá 17. maí s.l.

Liðir 1-5 liggja fyrir til staðfestingar.

     

5. Bæjarráð Vestmannaeyja nr. 3076 frá 29. maí s.l.

Liðir 1 og 2 liggja fyrir til staðfestingar.

     

6. Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja nr. 286 frá 12. júní s.l.

Liður 2 liggur fyrir til umræðu og staðfestingar. 
1 og 3-9 liggja fyrir til staðfestingar.

     

7. Fjölskyldu- og tómstundaráð nr. 210 frá 13. júní s.l.

Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar.

     

8. Umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald nr. 74/2012

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.