Trausti Hjaltason skrifar:

Eðlileg skýring á fundartíma bæjarstjórnar

21.Júní'18 | 17:26
trausti_hj_litil

Trausti Hjaltason

Í ljósi umfjöllunar á vefmiðlum þar sem grein er frá því að undirritaður hafi ekki orðið við óskum meirihlutans um að breyta fundartíma bæjarstjórnar vil ég taka fram að mjög eðlilegar skýringar eru á boðuðum fundartíma fyrsta bæjarstjórnarfundar nýrrar bæjarstjórnar. 

Samkvæmt 8. gr bæjarmálasamþykktar þá eru bæjarstjórnarfundir haldnir á fimmtudögum kl. 18:00. Um það ríkir einnig löng hefð.

Um boðun fyrsta bæjarstjórnarfundar nýrrar bæjarstjórnar eru skýrar reglur og er ramminn nokkuð þröngur eða einungis um 15 dagar frá því að nýkjörin bæjarstjórn hefur tekið við 15 dögum eftir kjördag. Þetta er síðasti mögulegi fimmtudagurinn til að halda bæjarstjórnarfund til að hann sé löglega boðaður. Það hefur því alltaf legið í loftinu að þessi tími yrði fyrir valinu.

 Best og eðilegast hefði verið, í ljósi þess hversu miklu máli þetta skiptir, að sá bæjarfulltrúi sem er erlendis hefði greint mér frá þessari utanlandsferð með betri fyrirvara, t.d. hefði fimmtudagurinn á undan vel gengið.

 Ég hafði enga vitneskju um fyrirhugaða utanlandsferð fyrr en of seint. Hafa ber í huga að boða þarf fyrsta fund með 4 daga fyrirvara. Mér finnst afar leiðinlegt að geta ekki gert öllum til geðs hvað þetta varðar og ákvað í þessu máli að fylgja þeim samþykktum sem bæjarstjórn hefur samþykkt enda finnst mér mikilvægt að bæjarfulltrúar geri það. Að því sögðu hlakka ég til komandi kjörtímabils og óska bæjarfulltrúum velfarnaðar í sínum störfum.

 

Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.