Von á um 60 skemmtiferðaskipum í sumar

- alveg komin að þolmörkum hér í Eyjum, enda hefur ekkert verið gert til auka eða að bæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip hér

15.Júní'18 | 06:56
skemmtif_skans

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kemur reglulega til Eyja í sumar. Ljósmynd/TMS

„Nú í sumar er von á um 60 skemmtiferðaskipum og hefur tímabilið farið vel af stað þó að veðrið hafi ekki verið neitt sérstaklega hliðhollt okkur.” segir Andrés Þ. Sigurðsson, hjá Vestmannaeyjahöfn. Eyjar.net ræddi við hann um skemmtiferðaskipasumarið sem er nýhafið í Eyjum.

Andrés segir að aðeins eitt skip hafi þurft að hætta við komu vegna veðurs hingað til. „En eins og gefur að skilja erum við mjög háð veðri og verður sjórinn að vera alveg sléttur ef skip komast ekki inn í höfnina vegna stærðar og þurfa að nota tenderbáta.”

Er þeim enn að fjölga?

Já, það hefur verið mikil aukning undanfarin ár og sér ekki fyrir endann á því enn. Það búið er þegar búið að bóka 65 komur næsta sumar. Nú er svo komið að hætta er á að það þurfi að vísa skipum frá vegna plássleysis. Útgerðirnar eru farnar að panta langt fram í tímann vegna samkeppni um að fá bryggjupláss, við erum nú þegar farin að bóka pláss við bryggju fyrir árið 2021. Erum við alveg komin að þolmörkum hér í Eyjum, enda hefur ekkert verið gert til auka eða að bæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip hér.

Eru ný skip að bætast við?

Já, það kemur eitt nýtt nú í sumar og líklega sex næsta sumar og svo enn fleiri ný skip eftir það. það eru mörg skip í smíðum nú sem eru af þeirri stærð sem henta vel fyrir okkur eða það sem við köllum leiðangursskip (expedition ship) en það eru skip sem eru 120 til 140 metra löng og eru gerð fyrir um 200 farþega, vegna reglna sem gilda fyrir norðurslóð.

Hvað er stærsta skipið stórt sem kemur í ár?

Stærsta skipið í sumar átti að vera það fyrsta í maí en það þurfti frá að hverfa vegna veðurs, það var um 45.000 tonn að stærð. Ef að líkum lætur þá verður Prinsendam sem kemur þann 29 ágúst,  það stærsta í ár en það er um 40.000 tonn að stærð. Til gamans má geta þess að það er einmitt stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í Vestmannaeyjum og er það 205 metra langt, segir Andrés.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.