Farþegatölur Herjólfs

Mikil aukning farþega eftir ákvörðun ráðherra að samræma gjaldskrár

- þegar siglt er til Þorlákshafnar lækkaði gjaldskráin. Fyrstu fimm mánuði ársins eru farþegar hins vegar 2166 færri en í fyrra sem gerir -2,9%

13.Júní'18 | 06:45
farthegar_herjolf_lan

Farþegar Herjólfs ganga hér frá borði í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Ef skoðaður er samanburður á farþegatölum Herjólfs á fyrstu fimm mánuðum þessa árs samanborið við árin á undan kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. 

Eyjar.net ræddi við Gunnlaug Grettisson, forstöðumann ferjureksturs Eimskips um farþegaflutninginn það sem af er þessu ári.

„Fjöldi farþegar í febrúar markast af sjólagi og veru ferjunnar BODÖ hér þ.e. mun færri farþegar þar sem 6 ferðir til TOR voru felldar niður og kojur vantaði. Í mars kemur inn góð ákvörðun ráðherra um að láta Landeyjahafnar gjaldskrá gilda þegar siglt er til Þorlákshafnar og heimafólk meira á ferðinni.” segir Gunnlaugur.

Hann segir að breyting á gjaldskrá auk mun fleiri ferða til Landeyjahafnar í apríl skýra aukninguna þann mánuðinn.

Aldrei fleiri ferðir til Þorlákshafnar í maí

„Sigldar ferðir til Þorlákshafnar í maí hafa því miður aldrei verið fleiri en í ár, alls 27 en Þorlákshafnarferðir árið 2017 voru 2 og engin árið 2016 og farþegatölur mánaðarins bera þess skýrt merki.

Fyrstu fimm mánuði ársins eru farþegar því 2166 færri en árið í fyrra sem gerir -2,9%.

Nú er bara að vona að sumarið fari að koma og það verði gott, stöðugar siglingar til Landeyjahafnar og mikið af farþegum eins og í fyrra.” segir Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjureksturs Eimskips.

 

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.