Aðalfundur Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum:
Lýsa yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon
- Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins
13.Júní'18 | 23:10Í kvöld var haldinn aukaaðalfundur hjá Sjálfstæðisfélögunum í Vestmannaeyjum. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon.
Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin.”
Páll ekki lengur meðlimur í fulltrúaráði
Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðsins segir aðspurður um stöðu Páls nú innan flokksins í Eyjum, að hann hafi ekki verið endurkjörinn í fulltrúaráðið.
„Fulltrúaráð er valið á fundum Sjálfstæðisfélaganna. Það var gert í kvöld. Páll var ekki inni í þeim tillögum sem lágu fyrir fundi Sjálfstæðisfélagsins og var listinn samþykktur þannig með öllum greiddum atkvæðum.” segir Jarl.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.