Aðalfundur Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum:
Lýsa yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon
- Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins
13.Júní'18 | 23:10Í kvöld var haldinn aukaaðalfundur hjá Sjálfstæðisfélögunum í Vestmannaeyjum. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon.
Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin.”
Páll ekki lengur meðlimur í fulltrúaráði
Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðsins segir aðspurður um stöðu Páls nú innan flokksins í Eyjum, að hann hafi ekki verið endurkjörinn í fulltrúaráðið.
„Fulltrúaráð er valið á fundum Sjálfstæðisfélaganna. Það var gert í kvöld. Páll var ekki inni í þeim tillögum sem lágu fyrir fundi Sjálfstæðisfélagsins og var listinn samþykktur þannig með öllum greiddum atkvæðum.” segir Jarl.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...