Uppgræðsluátakið í Eldfellshlíðum heldur áfram

10.Júní'18 | 07:29
eldfell_2016

Eldfell. Ljósmynd/TMS

Sjálfboðsliðar dreifa áburði og fræi í hlíðum Eldfells á morgun, mánudag með Guðmundu Bjarnadóttur í broddi fylkingar. Allir eru velkomnir til starfa með græna fingur og uppgræðslugleði í hjarta kl. 17:30 og hafi með sér hlífðarhanska.

Landgræðslan í Eldfelli á rætur að rekja til ákvörðunar stjórnar Vinnslustöðvarinnar um að veita 10 milljónir króna til verksins í tilefni sjötugsafmælis félagsins 2016, í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Dreift var sumarið 2016, tvisvar sumarið 2017 og gert er ráð fyrir dreifingu 11. júní og aftur í júlí. Guðmunda Bjarnadóttir situr í stjórn Vinnslustöðvarinnar og er verkefnisstjóri af hálfu VSV og Jóhann Jónsson af hálfu Vestmannaeyjabæjar.

Skeljungur gaf áburð til dreifingar í fyrra og gerir það aftur í ár. Fyrirtækið er þannig beinn þátttakandi í grænu og góðu verkefni sem hefur skilað miklum, sýnilegum og gleðilegum árangri. Við sáðum bæði melgresisfræjum og áburði í fyrra og sjáum mikinn árangur af því sem þá var gert þegar á heildina er litið. Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt verk. Okkur vantar fleira fólk með græna fingur til að leggja því lið!“ segir Guðmunda.

„Gróður nær samt sér ekki á strik á nokkrum blettum og það angrar okkur vissulega. Það sem helst vantar er að beina mikilli umferð göngufólks á Eldfólks á afmarkaðar leiðir eða stíga til að hlífa betur jarðvegi og gróðri í hlíðinni. Fólk fer ákveðna leið upp á fellið en fer á mörgum stöðum niður og raskar þá viðkvæmum jarðveginum. Uppgræðslan er í sjálfu sér góð og gild en við þurfum að búa þarna til göngustíga líka.“ segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).