Nýsmíði Herjólfs:

Aðalhættan með landtengibúnaðinn er að hann skemmist þegar ferjan liggur við bryggju

- skipasmíðastöðin heldur sig við þá áætlun að skila í lok september

8.Júní'18 | 09:58
herj_kominn_a_flot_vegag

Ný Vestmannaeyjaferja er nú í smíðum í Póllandi. Mynd/aðsend.

Í haust er búist við að ný ferja komi til þjónustu við Eyjamenn. Skipið á að vera rafknúið eins og áður hefur komið fram. Eyjar.net ræddi við tvo úr smíðanefnd skipsins um smíðina og þær breytingar sem þarf að gera á skipinu og í landi vegna ákvörðunar um að gera það rafdrifið.

Friðfinnur Skaftason, formaður smíðanefndar segir í samtali við Eyjar.net að frágangurinn geti verið drjúgur og í mörg horn að líta en skipasmíðastöðin heldur sig við þá áætlun að skila í lok september. „Þetta er fyrst og fremst undir skipasmíðastöðinni komið og við vonum að það gangi eftir.”

Búnaðurinn í þróun erlendis og úreldist jafnóðum og hann er tekinn í notkun

Sigurður Áss Grétarsson var til svara um rafmagnsvæðingu skipsins, en fulltrúar frá fyrirtækinu sem selur rafmagnsbúnaðinn í ferjuna voru hér á landi fyrir skömmu að skoða aðstæður.

„Ég veit ekki betur en þeim hafi litist vel á. Það er stefnt að því landtengingin verði komin í notkun næsta vor.” segir Sigurður Áss og heldur áfram:

„Málið er að þessi landtengibúnaður er í þróun erlendis og úreldist jafnóðum og hann er tekinn í notkun.  Þannig að það er enn verið að skoða hvaða leið er best að velja. Á að velja bestu landtenginuna sem er í boði í dag en ”úreldist” kannski á ári eða á að velja tímbundna lausn sem verður þá uppfærð þegar þróunin er komin lengra áleiðis?”

Hefur komið til tals að hlaða skipið bara í Eyjum

Hann segir rafmagsnferjur bara nýlega komnar í notkun og sjálfvirka landtengingin sem flytur þetta mikla afl í skip sem hreyfist virðist vera eitt af því sem enn er í örri þróun og byrjunarerfiðleikar eru með tenginguna. 

Aðspurður um að framleiðendunum hafi ekki litist á þá miklu hreyfingu sem skipið er á í Landeyjahöfn segir Sigurður Áss að það hafi komið til tals að hlaða skipið bara í Eyjum og þá þarf að fjölga rafhlöðum um borð. Það var hins vegar ekki aðallega vegna hreyfingar ferju þó það sé líka málefnaleg ástæða heldur frekar vegna kostnaðar og reksturs.

„Aðalhættan með landtengibúnaðinn er að hann skemmist þegar ferjan liggur við bryggju og er tengd eða jafnvel ekki tengd. Sú hætta er á báðum stöðum þó hreyfingar séu meiri í Landeyjahöfn en Vestmannaeyjum þá er hún ekki þar í allra verstu veðrum.”

Ákvörðun um hvaða leið er valin verður tekin fljótlega, segir Sigurður Áss.

 

Þessu tengt:

Í febrúar á þessu ári sagði Sigurður Áss að töluverður aukakostnaður fylgdi þessari breytingu á Vestmannaeyjaferjunni eða um 700 milljónir, til helminga vegna breytinga á skipinu og vegna tenginga í landi. Ferjan verður með ýmsan nýjan búnað, auk rafmagnsins, eins og stýrislausar skrúfur sem gera henni fært að snúast í 360 gráður á punktinum, ef svo má segja.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is