Handknattleikur:

Fannar í ÍBV - Kristinn þjálfar með Erlingi

7.Júní'18 | 11:36
kiddi_fannar_ibv_fb_cr

Kristinn og Fannar Þór. Mynd/ÍBV

Í gærdag skrifuðu þeir Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður og Kristinn Guðmundsson, þjálfari undir samninga við ÍBV. Fannar Þór Friðgeirsson er uppalinn á Hlíðarenda og var ungur orðinn lykilmaður í liði Vals. 

Árið 2010 hélt hann í atvinnumennsku til Þýskalands og lék m.a. með Wetzlar og Grosswallstadt. Sl. tvö ár hefur Fannar Þór leikið með Hamn-Westfalen. Samningur Fannars Þórs við ÍBV er til tveggja ára.

Kristinn Guðmundsson snýr aftur í þjálfun hjá ÍBV en rúmlega 10 ár eru síðan hann þjálfaði síðast hjá okkur. Enn á ný liggja leiðir Kristins og Erlings saman en þeir þjálfuðu saman hjá ÍBV hér áður og gerðu HK á að Íslandsmeisturum 2012. Síðustu ár hefur Kristinn þjálfað í Noregi. Samningur Kristins við ÍBV er til þriggja ára, segir í tilkynningu frá félaginu.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.