Fréttatilkynning frá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum

Úrslit kosn­ing­anna kærð

2.Júní'18 | 14:50

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum hefur kært úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Vestmannaeyjum 2018 til Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Kæran var móttekin 1. júní 2018. 

Kæran tekur til fjögurra utankjörfundaratkvæða sem yfirkjörstjórn úrskurðuðu ógild og hins vegar tekur kæran til myndbirtingar á samfélagsmiðlum á mynd sem tekin er af atkvæði eintaklings. Þessi fimm atkvæði sem um ræðir geta breytt úrslitum kosninganna. Einnig er gerð athugasemd við það að útgefnir kjörseðlar stemmi ekki við greidd atkvæði.

Í atvikalýsingu með kærunni segir að koma þurfti atkvæðum frá höfuðborginni til Vestmannaeyja á kjördag. Herjólfur sigldi ekki í Landeyjahöfn og voru því felldar niður ferðir seinni partinn og um kvöldið sem áttu að fara í Landeyjarhöfn. Flugsamgöngur lágu niðri vegna þoku. Þess vegna þurfti að koma þessum atkvæðum með litlum bát frá Landeyjarhöfn og lögðu þeir sem fóru í þá sjóferð líf sín í hættu.

Einnig þurfti bílstjóri að fara með atkvæðin fjögur úr Valhöll til Landeyjarhafnar. Erfið sjóferð gerði það að verkum að báturinn var kominn til Vestmannaeyja rétt fyrir lokun kjörstaðar í Vestmannaeyjum. Haft var samband við kjörstjórn og látið vita að atkvæðin væru á leiðinni og að þau mundu berast í gegnum Landeyjarhöfn. Atkvæðin voru afhent fyrir utan kjörstað í hendur varamanns í yfirkjörstjórn sem hafði starfað með yfirkjörstórn allan kosningadaginn áður en klukkan sló 22:00 og töldum við því að þessi atkvæði hafi náð inn. Formaður kjörstjórnar stóð í andyri kjörstaðar og horfði á símann sinn og um leið og klukkan á síma hans varð 22.00 fór hann út fyrir og kallaði tvisvar að kosningu væri lokið og í sama mund kom varamaður í yfirkjörstjórn að honum með atkvæðin í hendinni og gengu þau saman inn á kjörstaðinn.

Það er því alveg ljóst að atkvæðin voru komin í hendur varamanns í yfirkjörstjórn fyrir utan kjörstaðinn áður en formaður kjörstjórnar fór út og lýsti kosningu lokið. Vísast hér í 66. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 þar sem segir að kjörfundi skuli slíta eigi síðar en kl. 22 en þeir kjósendur sem gert hafi vart við sig við kjörstjórn fyrir það tímamark megi þó ljúka við að kjósa. Hér er því alveg skýrt að ef búið er að gera vart við sig megi kjósa.

Hér er alveg ljóst að kjósandinn var sannarlega búinn að kjósa mörgum klukkutímum áður en atkvæðin komast á kjörstað. Sannarlega er reynt eftir öllum mögulegum leiðum að koma atkvæðunum á kjörstað. Vilji kjósendans nær ekki fram að ganga vegna ádeilu um nokkrar sekúndur. Atkvæðin voru búin að ferðast frá höfuðborginni um suðurlandið í bíl alla leið í Landeyjarhöfn, yfir með báti og síðan í bíl frá bryggjunni á kjörstað. Þess vegna er afar sérstakt að vilji kjósendans sé ekki látinn gilda sbr. lög um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Um leið og yfirkjörstjórn úrkurðaði þessi fjögur utankjörfundaratkvæði ógild þá gerðu umboðsmenn framboðs D-lista athugasemd við það og létu bóka hana og í lok talningar bókuðu umboðsmenn framboðs D-listans að framboðið myndi íhuga kæru grundvelli 93 og 94 gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Vísast hér einnig til almennrar óskráðrar reglu um að jafnan beri að túlka vafa kjósendum í vil þannig að þeir fái notið kosningaréttar síns. Í því sambandi má líka horfa til ákvæðis í 79 .gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr.5/1998 þar sem segir að atkvæði skuli telja gilt nema það komi augljóslega í bága við sérstaklega tilgreind ákvæði í öðrum greinum laganna. Þar birtist með skýrum hætti sú löggjafarstefna að vafi sé túlkaður kjósanda í hag.

Ljóst er að a.m.k. eitt atkvæði er ólöglegt sem greitt var H-lista sökum þess að kjósandi úr Vestmannaeyjum tekur mynd af atkvæðinu sínu og birtir á samfélagsmiðlinum facebook. Við viljum benda á að í 1. mgr. 64. gr. laga nr. 5/1998 segir að láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýttur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Því er ljóst að þetta atkvæði á að vera dæmt ógilt. Þetta atkvæði var samt talið með. Á það skal bent að inni í öllum kjörklefum var hengt upp skilti þar sem öll meðferð síma og myndavéla var bönnuð.

Farið er fram á að utankjörfundaratkvæðin fjögur verði látin gilda sem og atkvæðið sem var tekið mynd af og birt á samfélagsmiðli verði dæmt ógilt. Til vara er farið fram á að atkvæðagreiðslan í heild sinni verði dæmd ógild á þeim grunni að vitað er hverjir eiga atkvæðin fjögur og hver birti mynd af atkvæðinu sínu á facebook, þannig er í raun vitað nákvæmlega hverjir hafa bein áhrif á úrslit kosninganna. Einnig á þeim grunni að útgefnir kjörseðlar stemmi ekki við greidd atkvæði.

Athygli er vakin á því að niðurstaða úr þessum kæruatriðum getur haft bein áhrif á úrslit kosningana. Eins og úrslitum kosninga var lýst þá var D-listi með 1.179 atkvæði og fjórði maður hjá þeim með 294,75 atkvæði á bakvið sig. H-listi var með 888 atkvæði og þriðji maður hjá þeim með 296 atkvæði á bakvið sig og því fer þriðji maður H-listans inn í bæjarstjórn. Ef fallist er á efni kærunar og þessi fjögur utankjörfundar atkvæði tekin gild og eitt atkvæði H-lista dæmt ógilt þá myndi niðurstaða kosningarnar verða eftirfarandi ef öll fjögur atkvæðin myndu falla D-lista í skaut. H-listi yrði með 887 atkvæði í heildina og þriðji maður þeirra með 295,67 atkvæði á bakvið sig en D-listi væri með 1.183 atkvæði og fjórði maður D-lista með 295,75 atkvæði á bakvið sig og fjórði maður D-lista færi því inn í bæjarstjórn, segir í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum.

Tags

X2018

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.