Seg­ir ekki svig­rúm í lög­um fyr­ir frest

2.Júní'18 | 23:50
johann

Jó­hann Pét­urs­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar

Jó­hann Pét­urs­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar í síðastliðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í Vest­manna­eyj­um, man ekki til þess að svig­rúm hafi verið gefið til að koma at­kvæðum til Vest­manna­eyja vegna slæms veðurs í öðrum kosn­ing­um sem hann hef­ur verið viðriðinn und­an­farna tvo ára­tugi eða svo. 

„Lög­in gefa ekki svig­rúm til slíks að mínu mati,“ seg­ir Jó­hann. Mbl.is greinir frá málinu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Vest­manna­eyj­um kærði úr­slit kosn­ing­anna til sýslu­manns í gær. Fjög­ur at­kvæði voru flutt með króka­leiðum til Vest­manna­eyja, frá Reykja­vík til Land­eyja­hafn­ar og þaðan til Eyja með slöngvu­bát í slæmu veðri þar sem ekki var flogið vegna slæms skyggn­is og Herjólf­ur náði ekki til Vest­manna­eyja fyr­ir lok­un kjörstaðar. At­kvæðin voru ekki tek­in gild þar sem þú bár­ust ein­hverj­um sek­únd­um of seint.

Ein­um kjör­seðli munaði á út­gefn­um kjör­seðlum og greidd­um at­kvæðum í kosn­ing­un­um. Jó­hann seg­ir að það komi alloft fyr­ir í kosn­ing­um að slíkt ger­ist, yf­ir­leitt vegna mistaka við skrán­ingu. „Við tví­töld­um sér­stak­lega vegna þessa, en yf­ir­leitt er þetta vegna skrán­ing­ar og ger­ist alloft. Það er þá okk­ar hlut­verk sem yfir­kjör­stjórn­ar að leita skýr­inga og bóka um málið,“ seg­ir Jó­hann. 

Hann seg­ir kær­una ekki vera á borði yfir­kjör­stjórn­ar held­ur sýslu­manns en býst við því að leitað verði álits til yfir­kjör­stjórn­ar. 

 

Mbl.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.