Arnar Hjaltalín skrifar:

Órofin samstaða er forsenda árangurs

31.Maí'18 | 17:55
drifandi_ads

Ljósmynd/aðsend

Drífandi hefur verið í góðu samstarfi við stéttarfélögin við suðurströndina, stéttarfélaga sem ná allt frá Sandgerði allt til sandanna í suðaustri. Hafa félögin meðal annars haldið sameiginleg trúnaðarmannanámskeið og verið í margvíslegu öðru samstarfi.

Formenn og varaformenn félaganna hittust í Vestmannaeyjum fyrir stuttu og funduðu. Skoðuðu sig um í Vestmannaeyjum og hittu stjórn Drífanda. Á fundinum komu kjarasamningarnir framundan að sjálfsögðu til tals, einnig óróleiki og ósætti sem hefur verið langvarandi en er nú komið upp á yfirborðið í hreyfingunni.

Hafa talsmenn allra þessara félaga miklar áhyggjur af stöðunni, því það versta sem getur komið fyrir okkur er að fara sundruð og í ósætti inn í næstu kjarasamninga. Kjör og hagsmunir verkafólks eiga að vera það eina sem við einblínum á innan hreyfingarinnar, en ekki einstaka persónur. Hreyfingin er mikið stærri og mikilvægari en að svo megi verða.

Félögin munu halda þessu samstarfi áfram og undirbúa sameiginlega kröfugerð með þátttöku trúnaðarmanna og trúnaðarráða félaganna í september næstkomandi. Kröfugerð sem lögð verður fyrir samninganefnd Starfsgreinasambandsins í undirbúningi kjarasamninga sem lausir eru um næstu áramót.

Þing ASÍ verður haldið í október n.k. Í aðdraganda þingsins og á þinginu sjálfu munu verða straumhvörf í forystu og stjórnarháttum Alþýðusambandsins sem er löngu kominn tími til. Þingið er rétti vettvangurinn til þeirra breytinga en ekki fjölmiðlar. Þar munu félög verkafólks leggjast sameinuð á eitt málefni sem brennur á svo mörgum sem eru hagsmunir láglaunafólks. Brotthvarf frá láglaunastefnu, heilsugæsla, húsnæðismál, menntamál skattkerfisbreytingar og annað sem brennur svo heitt á okkur munu verða sett þar í forgang. Þar munum við stilla saman strengi okkar og ná fram órofa samstöðu sem ekkert stenst og þá eru okkur allir vegir færir inn í næstu samninga.

Formaður Drífanda hitti einnig Sólveigu Önnu formann Eflingar í vikunni og ræddi við hana ýmis mál er snúa að launafólki. Einnig uppbyggingu Eflingar og Drífanda, hve ólík félögin væru við fyrstu sín vegna stærðar og samsetningar, en stefndu þó að einu sameiginlegu markmiði. Markmiði og mikilvægi þess að þar vinni fólk sameinað að því sem skiptir máli sem eru auðvitað málefni og hagsmunir verkafólks á Íslandi. Allir félagsmenn beggja félaganna hafa sömu væntingar og þrár til betra lífs og geta lifað mannsæmandi lífi af launum sínum.

Þriðjudaginn 5. júní verður haldinn félagsfundur hjá Drífanda þar sem verður farið yfir ferlið í aðdraganda kjarasamninga, uppbyggingu launatöflunnar og önnur atriði er lúta að kjarasamningnum.

Mætum öll

 

Arnar Hjaltalín

 

Höfundur er formaður Drífanda - stéttarfélags.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).