Handknattleikur:

Hákon Daði aftur í ÍBV

31.Maí'18 | 00:02
hakon_dadi_ibv_cr

Frá undirskriftinni. Ljósmynd/ÍBV

Nú fyrr í kvöld skrifaði Hákon Daði Styrmisson undir þriggja ára samning við ÍBV. Hákon Daði snýr nú aftur heim eftir að hafa leikið fyrir Hauka frá janúar 2016. 

Þrátt fyrir að vera ungur að árum er Hákon Daði vel sjóaður í keppni á meðal þeirra bestu og hefur verið meðal markahæstu leikmanna Olís deildarinnar undanfarin ár. Það er því mikill fengur fyrir ÍBV að fá Hákon Daða aftur heim, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.

Á myndinni má sjá Hákon Daða við undirskriftina í kvöld ásamt Davíð Þór Óskarssyni formanni handknattleiksráðs, en skrifað var undir á kaffistofu frystihúss Ísfélags Vestmannaeyja.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).