Handknattleikur:

Hákon Daði aftur í ÍBV

31.Maí'18 | 00:02
hakon_dadi_ibv_cr

Frá undirskriftinni. Ljósmynd/ÍBV

Nú fyrr í kvöld skrifaði Hákon Daði Styrmisson undir þriggja ára samning við ÍBV. Hákon Daði snýr nú aftur heim eftir að hafa leikið fyrir Hauka frá janúar 2016. 

Þrátt fyrir að vera ungur að árum er Hákon Daði vel sjóaður í keppni á meðal þeirra bestu og hefur verið meðal markahæstu leikmanna Olís deildarinnar undanfarin ár. Það er því mikill fengur fyrir ÍBV að fá Hákon Daða aftur heim, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV.

Á myndinni má sjá Hákon Daða við undirskriftina í kvöld ásamt Davíð Þór Óskarssyni formanni handknattleiksráðs, en skrifað var undir á kaffistofu frystihúss Ísfélags Vestmannaeyja.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.